Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021.
Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021.
Mynd / Friðrik Indriðason
Líf og starf 13. apríl 2021

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu fjárframlagi frá Fljótsdalshreppi.

Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.

Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta fengið styrki úr sjóðnum óháð búsetu enda uppfylli verkefni sem óskað er eftir að verði styrkt skilyrði sem fram koma í markmiðum sjóðsins og skilyrði úthlutunarreglna sem stjórn skal setja sjóðnum.

Stjórn sjóðsins ákveður styrki til einstakra verkefna og hvernig þeir greiðast til styrkþega.

Stjórn Samfélagssjóðsins auglýsti eftir umsóknum um styrki eftir miðjan janúar og bárust alls 30 umsóknir. Heildarkostnaður verk­efna var 75 milljónir kr. og sótt um 35 milljónir kr.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita styrki til alls 18 verkefna að upphæð 12.800.000 kr.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...