Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Álka
Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó. Hún hefur fæturna aftarlega á búknum sem gerir hana að mjög góðum sundfugli en aftur á móti lakari til að komast um á landi þar sem hún þarf að nota stélið til að halda jafnvægi. Þær koma aðeins á land til að verpa og liggja þær á í rétt rúman mánuð. Varpstöðvarnar eru í byggðum við sjó þar sem þær verpa í sprungum eða syllum. Ungarnir stoppa stutt í hreiðrinu og yfirgefa vörpin löngu áður en þeir verða fleygir og elta foreldrana út á haf. Þar kafar álkan eftir smáfiskum eins og sandsílum, loðnu og síld. Álkan líkt og aðrir svartfuglar notar bæði vængina og fæturna til að kafa. Þær eru að nokkru leyti staðfugl en breiðast aðeins um Atlantshafið á veturna, einkum milli Íslands, Færeyja og Noregs. Stofninn er um 300.000 pör og verpa 60% af öllum álkum í heiminum hér við land.

Skylt efni: fuglinn

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...