Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Að fagna hverri línu
Líf og starf 28. október 2022

Að fagna hverri línu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikarinn góðkunni, Brad Pitt, hefur nú sett á markað húðlínu; hreinsimjólk, krem og serum, ætluðum öllum kynjum en línan sem ber nafnið Le Domaine, er samstarfsverkefni þeirra Pitt og Perrin fjölskyldunnar, sem eru lífrænir vínræktendur.

Vörurnar sem kosta á bilinu 80 til 385 dollara (12–55 þúsund íslenskra króna) eru í litlum flöskum úr endurunnu gleri og endurnýttum eikarviði víntunna Perrin.

Á meðal innihaldsefna í kremunum og serunum má, auk retínóls, finna vínberjafræ og jurtir sem hafa haft orð á sér að hægi á öldrun til viðbótar við einkaleyfisskyld efni á borð við eitt sem kallað er GSM10. Er það gert að hluta úr blöndu grenache- og syrahfræja sem eiga að stöðva kollageneyðingu, hafa andoxunareiginleika og koma jafnvægi á húðina.

Annað, ProGR3, er sagt draga úr sýnilegum öldrunarmerkjum með náttúrulegum sameindum fundnum í plöntuþykkni, vínviðargræðlingum, kamillu- og grænu tei.

Lögð er áhersla á áfyllanlegar umbúðir varanna, endurnýtt umbúðaefni og formúlur sem eru 96%–99% af náttúrulegum uppruna. Einnig eru þær vegan og útiloka með öllu hráefni sem eru ágreiningsefni er kemur að umhverfisvernd. Brad sjálfur er ákafur talsmaður umhverfissinna og tekur því opnum örmum að leggja nafn sitt við varninginn.

Þrátt fyrir að innihaldsefni línunnar gefi til kynna ávinning er kemur að því að hægja á öldrun, telur hann að ekki skuli vera of upptekinn af því. „Fólk á ekki hlaupa frá því að eldast,“ sagði hann í kremviðtali við fréttamenn tímaritsins
Vogue nýverið. „Þetta er hugtak sem við getum ekki flúið, og ég myndi vilja sjá menningu okkar taka því aðeins jákvæðar er kemur að útlitinu en víðast hvar er gert í heiminum í dag.“

Öldrun ekki óaðlaðandi

Flestir eru nú á sama máli enda má segja að nálgun við líkamleg einkenni öldrunar séu jafn fjölbreytt og við erum flest. Sumum finnst þeir ungir að innan og sjá ekkert athugavert við að útlit þeirra passi sem best við þá hugmynd. Aðrir sjá línur og hrukkur sem merki um tilfinningaríkt og spennandi líf og enn aðrir kjósa blöndu af hvoru tveggja.

Eitthvað hafa svo vísindamenn að segja um húðvörulínu leikarans, enda stórt nafn á ferð og því nokkuð til að standa undir. Þetta er niðurstaðan:

– Á meðan vitað er að víndrykkja geti aukið merki um öldrun andlits, þar með talið þrota undir augum, getur plöntuefnasambandið resveratrol, sem er að finna í vínberjafræjum (og þá rauðvíni), hjálpað til við að berjast gegn frumuskemmdum. Einnig veitir það vernd gegn skemmdum húðarinnar frá sólarljósi.

– Sameindir þær er finnast í ProGR3, þá fundnum í plöntuþykkni, vínviðargræðlingum, kamillu- og grænu tei bendir nú til þess að a.m.k. grænt teþykkni gæti hægt á öldrun húðarinnar. Notkun kamilluolíu á sár hefur gefið góða raun, grætt þau vel og fljótt en bæði kamillu- og græn te eru rík af andoxunarefnum og innihalda líffræðilegt efnasamband sem kallast pólýfenól og vinna að því að eyða sindurefnum og hægja á framvindu öldrunar.

– Retínól er A-vítamínformúla sem vinnur á fínum línum, örum og litabreytingum og þykir ómissandi í öll þau krem sem eru hvað best talin vinna á öldrunareinkennum húðarinnar.

Gleði í hjarta og endalaust vatn

Lykilspurningin er kannski sú, þó þetta ofangreint hljómi allt vel, hvort borgi sig virkilega að smyrja sig rándýrum kremum. Auðvitað í einhverjum tilvika, en þó má ekki gleyma að heilbrigt líferni, vatnsdrykkja, inntaka C- og E-vítamína auk gleði í hjarta nær afar langt er kemur að unglegu fasi og útgeislun.

Skylt efni: tíska

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...

Farsæll áhugaræktandi
15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Stjörnuspá vikunnar
15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar