Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Gráhegri
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn. Gráhegri er afar styggur og má segja að hann sé í hópi þeirra allra styggustu fugla sem finnast á Íslandi. Það getur reynst ómögulegt að nálgast hann fótgangandi undir berum himni. Þótt oftast séu stakir fuglar sem finnast er nokkuð um það að þeir séu í litlum hópum, 2-4 fuglar, og sækja gjarnan í sömu staðina. Þeir leita í votlendissvæði við tjarnir, vötn, læki eða við sjó en hafa náttstað í háum trjám eða í klettum. Þeir sitja stundum lengi hreyfingarlausir og skjóta goggnum eftir fiskum eða skordýrum. Eins reglulega og þeir flækjast hingað er ekki vitað til þess að þeir hafi orpið hérna enn þá og er talið líklegt að flestir þeir gráhegrar sem hingað flækjast séu ungir fuglar.

Skylt efni: fuglinn

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...