Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vörslusvipting á Norðurlandi
Mynd / Mast
Fréttir 26. janúar 2017

Vörslusvipting á Norðurlandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Matvælastofnun segir frá því á heimasíðu sinni að stofnunin hafi svipt bónda á Norðurlandi nautgripum sínum vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru fluttir í sláturhús, en 170 verða í vörslu Matvælastofnunar á bænum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Veittur hefur verið skammur frestur til að uppfylla kröfur stofnunarinnar um úrbætur.

Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að stofnunin hafi haft afskipti af býlinu undanfarin misseri vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu naugripa.

"Gripunum hefur ekki verið tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkjarhæfu vatni og fóðri spillt með ágangi gripa og óhreinindum í fóðurgangi. Þéttleiki í smákálfastíum hefur verið of mikill og laus naut haldin innan um bundnar kýr. Eigin eftirliti hefur verið ábótavant, m.a. hefur slösuðum gripum ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti eða leitað lækninga og hefur þurft að aflífa gripi af þeim sökum. Einnig hefur lögbundnum skráningum verið ábótavant. Um endurtekin brot er að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur væru virtar. Lög um velferð dýra veita Matvælastofnun heimild til að framkvæma vörslusviptingu á dýrum þegar eigendur þeirra fylgja ekki reglum um velferð dýra og virða ekki tilgreinda fresti sem þeim eru gefnir til úrbóta."

Jafnframt segir í tilkynningu Mast að á haustmánuðum hafi verið lagðar dagsektir á ábúendur til að knýja fram úrbætur á frávikum vegna dýravelferðarmála á bænum. Fullnægjandi úrbætur hafa hins vegar ekki verið gerðar. 

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...