Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum
Fréttir 1. júní 2016

Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það verður opið hús laugardaginn 4. júní í kanínubúi Birgit Kositzke á Syðri-Kárastöðum skammt norðan við Hvammstanga. Tekið verður á móti gestum á milli klukkan 13 til 17. 
 
Kvenfélagið Freyja sér um kaffi og kleinur eins og á opnu húsi undanfarin ár. Að sjálfsögðu eru kanínur á staðnum en þar á að vera meira líf og fjör.
 
Birgit vonast til að geta fengið nokkrar handverksmanneskjur í heimsókn. Þar á meðal verður væntanlega Jóhanna frá Hvammstanga sem er að vinna úr beinum, hornum og hrossahári. Einnig Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem er að búa til mjög fallega hnífa. Hugsanlega verða fleiri handverksmenn og konur á staðnum, en undirbúningsvinna er á fullu. Vonast Birgit til að sauðburður verði að mestu afstaðinn hjá því leiklistar- og handverksfólki sem er í búskap.
 
Tónlistarbóndinn frá Litlu-Ásgeirsá mætir á svæðið
 
Magnús Ásgeir Elíasson, tónlistarmaður, sauðfjárbóndi, hestamaður og dýragarðsrekandi á Litlu-Ásgeirsá ætlar að mæta á svæðið og skemmta fólki með með hljóðfæraleik og söng. Um kaffileytið mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir svo mæta og syngja með Magnúsi.  
 
Svo gæti verið að „hestamenn“ frá Hvammstanga komi ríðandi í heimsókn.
 
Birgit segir að markmiðið sé að bjóða fólk á smá vorskemmtun og þakka öllum þeim sem stutt hafa Kanínu ehf. í gegnum fjármögnunarsjóðinn Karólínafund.  

Skylt efni: kanínurækt

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...