Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum
Fréttir 1. júní 2016

Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það verður opið hús laugardaginn 4. júní í kanínubúi Birgit Kositzke á Syðri-Kárastöðum skammt norðan við Hvammstanga. Tekið verður á móti gestum á milli klukkan 13 til 17. 
 
Kvenfélagið Freyja sér um kaffi og kleinur eins og á opnu húsi undanfarin ár. Að sjálfsögðu eru kanínur á staðnum en þar á að vera meira líf og fjör.
 
Birgit vonast til að geta fengið nokkrar handverksmanneskjur í heimsókn. Þar á meðal verður væntanlega Jóhanna frá Hvammstanga sem er að vinna úr beinum, hornum og hrossahári. Einnig Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem er að búa til mjög fallega hnífa. Hugsanlega verða fleiri handverksmenn og konur á staðnum, en undirbúningsvinna er á fullu. Vonast Birgit til að sauðburður verði að mestu afstaðinn hjá því leiklistar- og handverksfólki sem er í búskap.
 
Tónlistarbóndinn frá Litlu-Ásgeirsá mætir á svæðið
 
Magnús Ásgeir Elíasson, tónlistarmaður, sauðfjárbóndi, hestamaður og dýragarðsrekandi á Litlu-Ásgeirsá ætlar að mæta á svæðið og skemmta fólki með með hljóðfæraleik og söng. Um kaffileytið mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir svo mæta og syngja með Magnúsi.  
 
Svo gæti verið að „hestamenn“ frá Hvammstanga komi ríðandi í heimsókn.
 
Birgit segir að markmiðið sé að bjóða fólk á smá vorskemmtun og þakka öllum þeim sem stutt hafa Kanínu ehf. í gegnum fjármögnunarsjóðinn Karólínafund.  

Skylt efni: kanínurækt

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...