Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Horft yfir fundarsalinn á Grand Hótel.
Horft yfir fundarsalinn á Grand Hótel.
Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 16. ágúst 2018

Vinna hafin við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Höfundur: smh

Fyrsta skrefið í endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum var tekið á þriðjudaginn á samráðsfundi umhverfis- og auðlindaráðherra. Markmið fundarins var að leita eftir sjónarmiðum fundargesta á málinu en til fundarins var boðið félagasamtökum, framkvæmdaraðilum, sveitarfélögum, stofnunum, háskólafólki og öðrum hagsmunaaðilum.

Samkvæmt tilkynningu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var húsfyllir á fundinum, sem haldinn var á Grand Hótel og var með svokölluðu þjóðfundarsniði.  

Í tilkynningunni kemur fram að eftir inngangserindi ráðherra tóku fundargestir þátt í samtali með áðurnefndu þjóðfundarsniði á borðum, þar sem leitast var við að svara ákveðnum grundvallarspurningum varðandi mat á umhverfisáhrifum. Spurt var um með hvaða hætti hægt sé að tryggja sem best lýðræðislega aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ferli við mat á umhverfisáhrifum – og hvernig hægt sé að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum.

Að baki liggur verndun umhverfisins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í sínu erindi að lög um mat á umhverfisáhrifum væri mikilvægt tæki við ákvarðanatöku í málum sem varða umhverfi og náttúru –  enda sé þeim meðal annars ætlað að tryggja aðkomu almennings að henni. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að gera málsmeðferð skilvirkari og tryggja rétt samtaka almennings að ákvörðunum á fyrri stigum leyfisveitingarferlis án þess að ganga á rétt þeirra. Þarna er ákveðið leiðarljós sem kannski má stytta ofan í tvö orð: lýðræði og skilvirkni. Að baki liggur síðan auðvitað verndun umhverfisins,“ sagði Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að á næstunni verði skipaður starfshópur til að vinna að endurskoðun laganna. „Samhliða verður ráðinn sérfræðingur sem mun hafa það verkefni að greina núverandi löggjöf og skoða sambærilega löggjöf og ferli umhverfismats í okkar nágrannaríkjum. Þá verður á næstu dögum opnað fyrir samráð í Samráðsgátt Stjórnarráðsins þar sem kallað verður eftir hugmyndum almennings og hagaðila um hvaða breytinga sé þörf á lögum um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í tilkynningunni.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...