Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Horft yfir fundarsalinn á Grand Hótel.
Horft yfir fundarsalinn á Grand Hótel.
Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 16. ágúst 2018

Vinna hafin við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Höfundur: smh

Fyrsta skrefið í endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum var tekið á þriðjudaginn á samráðsfundi umhverfis- og auðlindaráðherra. Markmið fundarins var að leita eftir sjónarmiðum fundargesta á málinu en til fundarins var boðið félagasamtökum, framkvæmdaraðilum, sveitarfélögum, stofnunum, háskólafólki og öðrum hagsmunaaðilum.

Samkvæmt tilkynningu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var húsfyllir á fundinum, sem haldinn var á Grand Hótel og var með svokölluðu þjóðfundarsniði.  

Í tilkynningunni kemur fram að eftir inngangserindi ráðherra tóku fundargestir þátt í samtali með áðurnefndu þjóðfundarsniði á borðum, þar sem leitast var við að svara ákveðnum grundvallarspurningum varðandi mat á umhverfisáhrifum. Spurt var um með hvaða hætti hægt sé að tryggja sem best lýðræðislega aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ferli við mat á umhverfisáhrifum – og hvernig hægt sé að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum.

Að baki liggur verndun umhverfisins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í sínu erindi að lög um mat á umhverfisáhrifum væri mikilvægt tæki við ákvarðanatöku í málum sem varða umhverfi og náttúru –  enda sé þeim meðal annars ætlað að tryggja aðkomu almennings að henni. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að gera málsmeðferð skilvirkari og tryggja rétt samtaka almennings að ákvörðunum á fyrri stigum leyfisveitingarferlis án þess að ganga á rétt þeirra. Þarna er ákveðið leiðarljós sem kannski má stytta ofan í tvö orð: lýðræði og skilvirkni. Að baki liggur síðan auðvitað verndun umhverfisins,“ sagði Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að á næstunni verði skipaður starfshópur til að vinna að endurskoðun laganna. „Samhliða verður ráðinn sérfræðingur sem mun hafa það verkefni að greina núverandi löggjöf og skoða sambærilega löggjöf og ferli umhverfismats í okkar nágrannaríkjum. Þá verður á næstu dögum opnað fyrir samráð í Samráðsgátt Stjórnarráðsins þar sem kallað verður eftir hugmyndum almennings og hagaðila um hvaða breytinga sé þörf á lögum um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í tilkynningunni.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...