Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðalfundur LK telur mikilvægt að auka mjólkurframleiðslu 	/HKr.
Aðalfundur LK telur mikilvægt að auka mjólkurframleiðslu /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Vinna á ákveðið að innflutningi

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Á aðalfundi Landssambands kúabænda, sem fram fór dagana 28.-29. mars síðastliðin voru afgreiddar 22 ályktanir er varða málefni greinarinnar. Meðal þeirra voru ályktanir sem sneru að innflutning erfðaefnis holdanautgripa, um auknar rannsóknir og ráðgjöf og vinnu að nýjum búvörusamningi.

Fjöldi ályktana sneri að mikilvægi þess að auka mjólkurframleiðslu á landinu til að staðið verði undir eftirspurn á markaði. Fundurinn hvatti meðal annars bændur til að leita sér faglegra leiðbeininga sem þeim stæðu til boða, meðal annars hjá Mjólkursamsölunni og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Í samhengi við það voru forráðamenn RML hvattir til að seta aukinn kraft í verkefnið „Meiri mjólk“ enda væri aukin framleiðsla lykilatriði til að nýta þau tækifæri sem væru til staðar í greininni.

Búa þarf til hvata til aukinnar framleiðslu

Þá lagði fundurinn til að beingreiðslur í mjólkurframleiðslu skiptust þannig að greidd væru 40 prósent fyrir a-hlutann, 35 prósent fyrir b-hlutann og 25 prósent fyrir c-hlutann frá og með verðlagsárinu 2015. Rökstuðningurinn er sá að söluaukning mjólkurafurða undanfarna mánuði eigi sér engin fordæmi. Því sé afar mikilvægt að skipting beingreiðslna feli í sér hvata til aukinnar framleiðslu og jöfnunar á árstíðasveiflu í mjólkurframleiðslu. Mikilvægt sé að auka vægi c-greiðslna yfir sumarmánuði til að hvetja til aukinnar framleiðslu á þeim árstíma, en að jafnaði hefur innvigtað mjólkurmagn dregist saman yfir sumartímann.

Vilja hefja vinnu við nýjan búvörusamning

Þá lagði fundurinn áherslu á að hafinn yrði vinna við nýjan búvörusamning í mjólkurframleiðslu, með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu greinarinnar. Meðal þess sem eðlilegt fundurinn vill leggja til grundvallar við þá vinnu er að tryggt verði öruggt framboð nautgripaafurða fyrir íslenska neytendur á hagstæður verði, að skapaðar verði aðstæður til að nýta sóknarfæri á erlendum mörkuðum, að tryggja stöðu greinarinnar sem eins af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og jákvæðri ímynd greinarinnar verði viðhaldið. Í þessari vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir framkvæmd gildandi samnings, áhrif kvótakerfisins á greinina og stöðu verðlagningar og tollamál.

Hófleg áhætta af innflutningi

Fundurinn fól stjórn Lands-sambandsins einnig að vinna ákveðið að því að bændum standi til voða nýtt erfðaefni holdanautgripa sem fyrst. Niðurstöður áhættumats sem Matvælastofnun gerði að beiðni atvinnuvegaráðherra vegna hugsanlegs innflutnings á holdanautasæði og fósturvísum frá Noregi sýni að mikil tækifæri séu til að efla holdanautabúskap hér á landi með hóflegum kostnaði og hóflegri áhættu.
Allar ályktanir fundarins má nálgast inni á síðu Landssambands kúabænda, naut.is.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...