Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvatningarverðlaun BSE hlaut  sjónvarpsstöðin N4. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, tekur hér við verðlaununum.
Hvatningarverðlaun BSE hlaut sjónvarpsstöðin N4. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, tekur hér við verðlaununum.
Fréttir 4. maí 2016

Verðlaun í sauðfjár- og nautgriparækt hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar

Veitt voru verðlaun á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ fyrr í þessum mánuði, fyrir sauðfjárrækt og nautgriparækt sem og einni Hvatningarverðlaun BSE, en þau hlutu sjónvarpsstöðin N4.
 
Auk venjulegra aðalfundarstarfa fluttu erindi á fundinum Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Vignir Sigurðsson og Berglind Óðinsdóttir ræddu um starfemi og ráðgjöf RML til bænda. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, hélt erindi um stöðu og framtíðarhorfur á kjötmarkaði. 
 
Kjarni hlaut sauðfjárræktarverðlaun
 
Verðlaunin voru veitt í þrettánda sinn samkvæmt sömu reglum. Byggt er á niðurstöðum skýrsluhalds hjá þeim búum sem hafa eitt hundrað eða fleiri fullorðnar ær á skýrslum. Tekið er tillit til þriggja þátta, reiknaðs kjötþunga eftir fullorðna kind, gerðarmats og hlutfalls milli vöðva- og fitueinkunnar.
 
Að þessu sinni hlaut búið í Kjarna í Hörgársveit sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2015. Ábúendur í Kjarna eru hjónin Davíð Jónsson og Sigrún Sverrisdóttir. Þau keyptu jörðina og hófu búskap þar árið 1998. Í Kjarna er búið með sauðfé og unnið utan heimilis. Davíð er í fullri vinnu sem húsasmiður.  
 
Kindur hafa lengst af verið nálægt 200, en voru á síðasta ári hátt á þriðja hundrað. Vel er staðið að ræktun fjárins varðandi gerð og við sauðfjárræktina hefur verið lögð mest áhersla á frjósemi fjárins. Á síðasta ári voru 222 vetrarfóðraðar ær sem skiluðu að meðaltali 30,1 kg af kjöti. Gemlingar voru 47 sem skiluðu 9,8 kg. Kjötmat er mjög gott og er gerðarmatið 10,3 og fita 6,2 og því er fituhlutfallið með því besta sem gerist, eða 1,66.
 
Nautgriparækt til fyrirmyndar á Syðri-Grund
 
Á Syðri-Grund í Höfðahverfi hefur verið rekið fyrirmyndar kúabú um lang skeið. Þar er myndarlegt heim að líta og snyrtimennska í fyrirrúmi. Búið á Syðri-Grund hlaut nautgriparæktarverðlaun BES að þessu sinni.
 
Afurðir eru úrvalsgóðar og á síðasta ári var Félagsbúið á Syðri-Grund í öðru sæti af búum á starfssvæði BSE með afurðir eftir hverja kú. Þar voru 56,8 árskýr með meðalnyt 7.478 kg. mjólkur. Næstu þrjú ár þar á undan var búið í 4.–6. sæti á sama lista í héraðinu.
 
Syðri-Grund var stofnað sem nýbýli út úr Grund árið 1935 af Magnúsi Snæbjörnssyni og Guðnýju Laxdal sem bjuggu til ársins 1974. Árið 1966 hófu búskap Sævar Magnússon, sonur þeirra, og kona hans, Guðný Hallfreðsdóttir. Þriðji ættliðurinn kom í búskapinn þegar Stefán Rúnar sonur þeirra hóf búskap með þeim árið 1993 og er búið fyrst og fremst í hans höndum núna.

3 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...