Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Velta í iðnaði 1.357 milljarðar króna 2016
Fréttir 14. ágúst 2017

Velta í iðnaði 1.357 milljarðar króna 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins.

Í eftirfarandi samantekt á heima­síðu Samtaka iðnaðarins segir að iðnaðurinn hafi átt stóran þátt í því að ná niður atvinnuleysinu sem var eitt helsta mein íslensks hagkerfis eftir efnahagsáfallið 2008. Hefur greinin skilað um þriðjungi hagvaxtarins á þessum tíma.

Iðnaður skapar 29% landsframleiðslunnar

Íslenskur iðnaður er umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Innan iðnaðar er fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem eru samofin öllum sviðum efnahagslífsins. Iðnaðarstarfsemi hér á landi er því afar mikilvægur þáttur í gangverki hagkerfisins sem skapar margvísleg störf. Skapaði greinin ríflega 29% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2016 eða 705 milljarða króna ef með er tekinn óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar umtalsvert meira.

Iðnaður skapar 36% gjaldeyristekna

Gjaldeyristekjur fyrirtækja í iðnaði námu í fyrra 422 milljörðum króna eða 36% af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins af útflutningi vöru og þjónustu árið 2016. Tekjurnar eru af fjölþættri starfsemi iðnaðar á sviði framleiðslu-, hugverka- og byggingariðnaðar.

Velta í iðnaði 1.357 milljarðar króna á síðasta ári

Velta í iðnaði nam 1.357 milljarðar króna á síðasta ári. Um er að ræða um 33% af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu. Undirstrikar það hlutfall mikið umfang iðnaðar í hagkerfinu. Er hlutfallið svipað og það hefur mælst að meðaltali í þessari efnahagsuppsveiflu.  

Skylt efni: Iðnaður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...