Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar
Fréttir 16. apríl 2014

Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur gefið Vegagerðinni leyfi til að taka efni úr tíu námum sveitarfélagsins, alls um 42.000 rúmmetra, til að fara út í lagfæringar á Kjalvegi í sumar.

„Í venjulegu árferði heflum við bara slóðann sem þarna er. Við höfum hins vegar tekið kafla og kafla í nokkrum áföngum frá Slitlagsenda sunnan við Grjótá og norður að Hvítá að búið er að lyfta veginum örlítið upp úr landi án þess að lagfæra plan eða hæðarlegu að nokkru marki. Með því móti helst ástand vegarins betra í lengri tíma eftir heflun, þar sem hann er þá ekki lengur niðurgrafinn eins og slóðinn sem fyrir er. Vatn nær því að renna af veginum en ekki eftir honum eins og í lækjarfarvegi,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, en til stendur að fara út í töluverðar framkvæmdir á Kjalvegi í sumar.

„Já, það stendur til að fara í heldur lengri kafla en venjulega, allt að 10 km frá Hvítá inn að Árbúðum. Áætlað er að fara í þessar framkvæmdir í sumar þegar frost leysir. Það verða starfsmenn og tæki Vegagerðarinnar ásamt aðkeyptri vinnu frá verktökum sem vinna þetta verk,“ segir Svanur enn fremur.

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...