Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar
Fréttir 16. apríl 2014

Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur gefið Vegagerðinni leyfi til að taka efni úr tíu námum sveitarfélagsins, alls um 42.000 rúmmetra, til að fara út í lagfæringar á Kjalvegi í sumar.

„Í venjulegu árferði heflum við bara slóðann sem þarna er. Við höfum hins vegar tekið kafla og kafla í nokkrum áföngum frá Slitlagsenda sunnan við Grjótá og norður að Hvítá að búið er að lyfta veginum örlítið upp úr landi án þess að lagfæra plan eða hæðarlegu að nokkru marki. Með því móti helst ástand vegarins betra í lengri tíma eftir heflun, þar sem hann er þá ekki lengur niðurgrafinn eins og slóðinn sem fyrir er. Vatn nær því að renna af veginum en ekki eftir honum eins og í lækjarfarvegi,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, en til stendur að fara út í töluverðar framkvæmdir á Kjalvegi í sumar.

„Já, það stendur til að fara í heldur lengri kafla en venjulega, allt að 10 km frá Hvítá inn að Árbúðum. Áætlað er að fara í þessar framkvæmdir í sumar þegar frost leysir. Það verða starfsmenn og tæki Vegagerðarinnar ásamt aðkeyptri vinnu frá verktökum sem vinna þetta verk,“ segir Svanur enn fremur.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.