Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar
Fréttir 16. apríl 2014

Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur gefið Vegagerðinni leyfi til að taka efni úr tíu námum sveitarfélagsins, alls um 42.000 rúmmetra, til að fara út í lagfæringar á Kjalvegi í sumar.

„Í venjulegu árferði heflum við bara slóðann sem þarna er. Við höfum hins vegar tekið kafla og kafla í nokkrum áföngum frá Slitlagsenda sunnan við Grjótá og norður að Hvítá að búið er að lyfta veginum örlítið upp úr landi án þess að lagfæra plan eða hæðarlegu að nokkru marki. Með því móti helst ástand vegarins betra í lengri tíma eftir heflun, þar sem hann er þá ekki lengur niðurgrafinn eins og slóðinn sem fyrir er. Vatn nær því að renna af veginum en ekki eftir honum eins og í lækjarfarvegi,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, en til stendur að fara út í töluverðar framkvæmdir á Kjalvegi í sumar.

„Já, það stendur til að fara í heldur lengri kafla en venjulega, allt að 10 km frá Hvítá inn að Árbúðum. Áætlað er að fara í þessar framkvæmdir í sumar þegar frost leysir. Það verða starfsmenn og tæki Vegagerðarinnar ásamt aðkeyptri vinnu frá verktökum sem vinna þetta verk,“ segir Svanur enn fremur.

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...