Útvarp Bændablaðsins - annar þáttur
Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, segir í nýjasta þætti Útvarps Bændablaðsins að aðildin að EES skiptir bændur mjög miklu og veiti þeim ákveðið skjól í samkeppni við innfluttar landbúnaðarvörur.
„Ef við færum inn í ESB hefðum við hins vegar ekki það svigrúm sem við höfum nú innan EES til þess að laga okkur að utanaðkomandi samkeppni. Þá þyrftum við að gangast undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB og þá yrði tekið af okkur ákveðið ákvörðunarvald sem við höfum nú í okkar höndum.“
Rætt er við Björn um landbúnaðarstefnuna, afurðastöðvamál, tollamál, búvörusamninga, auk EES og ESB í öðrum þætti Útvarps Bændablaðsins.
Hægt er að hlusta HÉR.