Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Fréttir 2. október 2017

Uppblástur og jarðvegsþreyta vegna nauðræktunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, tappast um 24 milljarðar tonna af ræktunarjarðvegi á ári vegna uppblásturs. Auk þess sem mikið af ræktarlandi víða um heim þjáist af jarðvegsþreytu vegna nauðræktunar.

Þörf fyrir matvæli í heiminum á eftir að aukast í samræmi við fjölgun fólks í heiminum og þörfin fyrir ræktarland til matvælaframleiðslu af sömu ástæðu.

Hlýnun loftslags í heiminum hefur nú þegar leitt til hrörnunar landgæða víða í Afríku og eru Súdan og Chad dæmi um slík. Hrörnun landbúnaðarlands hefur einnig leitt til átaka og straums flóttamanna undan átökum, hungri og hörmungum.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kallast Global Land Outlook segir að þegar landgæði rýrni fari fólk annaðhvort að berjast um gæðin sem eftir eru eða sæki annað í leit að betra lífi. Því er nauðsynlegt að tryggja landgæði á hverju svæði fyrir sig og endurhugsa hvernig landbúnaðarland er nýtt í dag.

Ekki er lengur hægt að nýta land með því að plægja það ár eftir ár og moka í það tilbúnum áburðar- og eiturefnum þar til jarðvegurinn er ónothæfur vegna nauðræktunar eins og víða er gert í dag. Brjóta síðan nýtt land og skilja það gamla eftir jarðvegsþreytt og rofið.

Í skýrslunni Global Land Outlook segir að í dag megi greina minnkandi uppskeru í 20% kornræktarlands, 19% graslendis, 16% beitilands og 16% hnignun skóga í heiminum.

Þar segir einnig að landbúnaður eins og hann er stundaður víða í heiminum í dag sé hann fær um að fæða börn jarðar en að hann geri það ekki til lengdar þar sem hann sé langt frá því að vera sjálfbær. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...