Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Fréttir 2. október 2017

Uppblástur og jarðvegsþreyta vegna nauðræktunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, tappast um 24 milljarðar tonna af ræktunarjarðvegi á ári vegna uppblásturs. Auk þess sem mikið af ræktarlandi víða um heim þjáist af jarðvegsþreytu vegna nauðræktunar.

Þörf fyrir matvæli í heiminum á eftir að aukast í samræmi við fjölgun fólks í heiminum og þörfin fyrir ræktarland til matvælaframleiðslu af sömu ástæðu.

Hlýnun loftslags í heiminum hefur nú þegar leitt til hrörnunar landgæða víða í Afríku og eru Súdan og Chad dæmi um slík. Hrörnun landbúnaðarlands hefur einnig leitt til átaka og straums flóttamanna undan átökum, hungri og hörmungum.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kallast Global Land Outlook segir að þegar landgæði rýrni fari fólk annaðhvort að berjast um gæðin sem eftir eru eða sæki annað í leit að betra lífi. Því er nauðsynlegt að tryggja landgæði á hverju svæði fyrir sig og endurhugsa hvernig landbúnaðarland er nýtt í dag.

Ekki er lengur hægt að nýta land með því að plægja það ár eftir ár og moka í það tilbúnum áburðar- og eiturefnum þar til jarðvegurinn er ónothæfur vegna nauðræktunar eins og víða er gert í dag. Brjóta síðan nýtt land og skilja það gamla eftir jarðvegsþreytt og rofið.

Í skýrslunni Global Land Outlook segir að í dag megi greina minnkandi uppskeru í 20% kornræktarlands, 19% graslendis, 16% beitilands og 16% hnignun skóga í heiminum.

Þar segir einnig að landbúnaður eins og hann er stundaður víða í heiminum í dag sé hann fær um að fæða börn jarðar en að hann geri það ekki til lengdar þar sem hann sé langt frá því að vera sjálfbær. 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara