Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Fréttir 2. október 2017

Uppblástur og jarðvegsþreyta vegna nauðræktunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, tappast um 24 milljarðar tonna af ræktunarjarðvegi á ári vegna uppblásturs. Auk þess sem mikið af ræktarlandi víða um heim þjáist af jarðvegsþreytu vegna nauðræktunar.

Þörf fyrir matvæli í heiminum á eftir að aukast í samræmi við fjölgun fólks í heiminum og þörfin fyrir ræktarland til matvælaframleiðslu af sömu ástæðu.

Hlýnun loftslags í heiminum hefur nú þegar leitt til hrörnunar landgæða víða í Afríku og eru Súdan og Chad dæmi um slík. Hrörnun landbúnaðarlands hefur einnig leitt til átaka og straums flóttamanna undan átökum, hungri og hörmungum.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kallast Global Land Outlook segir að þegar landgæði rýrni fari fólk annaðhvort að berjast um gæðin sem eftir eru eða sæki annað í leit að betra lífi. Því er nauðsynlegt að tryggja landgæði á hverju svæði fyrir sig og endurhugsa hvernig landbúnaðarland er nýtt í dag.

Ekki er lengur hægt að nýta land með því að plægja það ár eftir ár og moka í það tilbúnum áburðar- og eiturefnum þar til jarðvegurinn er ónothæfur vegna nauðræktunar eins og víða er gert í dag. Brjóta síðan nýtt land og skilja það gamla eftir jarðvegsþreytt og rofið.

Í skýrslunni Global Land Outlook segir að í dag megi greina minnkandi uppskeru í 20% kornræktarlands, 19% graslendis, 16% beitilands og 16% hnignun skóga í heiminum.

Þar segir einnig að landbúnaður eins og hann er stundaður víða í heiminum í dag sé hann fær um að fæða börn jarðar en að hann geri það ekki til lengdar þar sem hann sé langt frá því að vera sjálfbær. 

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...