Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Fréttir 2. október 2017

Uppblástur og jarðvegsþreyta vegna nauðræktunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, tappast um 24 milljarðar tonna af ræktunarjarðvegi á ári vegna uppblásturs. Auk þess sem mikið af ræktarlandi víða um heim þjáist af jarðvegsþreytu vegna nauðræktunar.

Þörf fyrir matvæli í heiminum á eftir að aukast í samræmi við fjölgun fólks í heiminum og þörfin fyrir ræktarland til matvælaframleiðslu af sömu ástæðu.

Hlýnun loftslags í heiminum hefur nú þegar leitt til hrörnunar landgæða víða í Afríku og eru Súdan og Chad dæmi um slík. Hrörnun landbúnaðarlands hefur einnig leitt til átaka og straums flóttamanna undan átökum, hungri og hörmungum.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kallast Global Land Outlook segir að þegar landgæði rýrni fari fólk annaðhvort að berjast um gæðin sem eftir eru eða sæki annað í leit að betra lífi. Því er nauðsynlegt að tryggja landgæði á hverju svæði fyrir sig og endurhugsa hvernig landbúnaðarland er nýtt í dag.

Ekki er lengur hægt að nýta land með því að plægja það ár eftir ár og moka í það tilbúnum áburðar- og eiturefnum þar til jarðvegurinn er ónothæfur vegna nauðræktunar eins og víða er gert í dag. Brjóta síðan nýtt land og skilja það gamla eftir jarðvegsþreytt og rofið.

Í skýrslunni Global Land Outlook segir að í dag megi greina minnkandi uppskeru í 20% kornræktarlands, 19% graslendis, 16% beitilands og 16% hnignun skóga í heiminum.

Þar segir einnig að landbúnaður eins og hann er stundaður víða í heiminum í dag sé hann fær um að fæða börn jarðar en að hann geri það ekki til lengdar þar sem hann sé langt frá því að vera sjálfbær. 

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.