Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Fréttir 25. september 2014

Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: smh

Fé kemur nokkuð vænt af fjalli þetta haustið og fallþungi í flestum tilfellum meiri en í fyrra.

Þannig er hann 0,1 kg meiri nú en á sama tíma í fyrra hjá Sláturfélagi Suðurlands, en heilu kílói meiri hjá Fjallalambi – svo dæmi séu tekin.

Skrokkafjöldi er svipaður á milli ára og sömuleiðis magnið sem fer í heimtöku, þótt á heildina litið fari það magn vaxandi sem bændur taka heim.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Norðlenska munu hvort um sig slátra nálægt 115 þúsund fjár þetta haustið.

Reynir Eiríksson, framleiðslu­stjóri hjá Norðlenska, segir að á síðasta ári hafi fjöldinn verið 114.600 og honum sýnist það verði aðeins fleira nú en í fyrra.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, telur að sláturfjöldinn verði um 105 þúsund á þessari vertíð – sem er svipað magn og í fyrra.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH, segir að sambærilegum fjölda verði nú slátrað og á undanförnum árum, eða um 100 þúsund fjár.

Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Sláturhúss KVH á Hvammstanga, telur svipuðum fjölda verða slátrað nú og á síðasta hausti, eða um 91 þúsund.

Hjá Birni Víkingi Björnssyni, framkvæmdastjóra Fjallalambs, fengust þær upplýsingar að dilkar væru þar mjög vænir og vel á sig komnir. Slátrað verður um 30 þúsund fjár hjá Fjallalambi, sem er örlítil fækkun frá því í fyrra.

Skúli Þórðarson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vopnfirðinga, segir að slátrað verði 32 þúsund fjár, en það er um 1.500 fleira en í fyrra.

– Sjá samantekt á bls. 2 í Bændablaðinu í dag

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...