Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fréttir 28. júní 2017

Um 500 manns mætt í Borgarnes á fyrsta degi Fjórðungsmóts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjórðungsmót Vesturlands hófst í Borgarnesi í morgun og stendur til sunnudags. Veður er milt segir Ámundi Sigurðsson framkvæmdastjóri mótins, 16 stiga hiti og skúraleiðingar.

Um 500 manns eru nú þegar komnir til að fylgjast með fyrstu dagskráliðum að sögn Ámunda. Mótið fer fram á tveimur völlum. Á aðalvelli hófst morgunin á forkeppni í ungmennaflokki. Eftir hádegi fer fram forkeppni í tölti fyrir 17 ára og yngri og kl. 14 hefst forkeppni í B-flokki gæðinga.

Á nýuppgerðum kynbótavelli fara fram kynbótasýningar á hryssum í dag. Ámundi segir völlinn standast allar væntingar. „Við prufukeyrðum hann í forskoðun í vor. Knapar hafa lýst ánægju sinni á honum en það mun vera gott að sýna í báðar áttir. Þessi braut var ein sú allra vinsælasta á árum áður, hér voru sýnd mörg hross og Íslandsmet slegin. Ég vona að þetta geti orðið ein besta kynbótabraut á landinu,” segir Ámundi.

Streymt er beint frá Fjórðungsmóti Vesturlands í gegnum vef Landssambands hestamannafélaga.  Gegn 4.990 kr. gjaldi er hægt er því að fylgjast með báðum völlum mótsins á meðan á því stendur með því að smella hér.

Aðgangseyrir inn á keppnisvæðið er 2.500 kr. sem gildir alla daganna og búast aðstandendur mótsins við að um 2.000-2.500 manns leggi leið sína í Borgarnes um helgina.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...