Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fréttir 28. júní 2017

Um 500 manns mætt í Borgarnes á fyrsta degi Fjórðungsmóts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjórðungsmót Vesturlands hófst í Borgarnesi í morgun og stendur til sunnudags. Veður er milt segir Ámundi Sigurðsson framkvæmdastjóri mótins, 16 stiga hiti og skúraleiðingar.

Um 500 manns eru nú þegar komnir til að fylgjast með fyrstu dagskráliðum að sögn Ámunda. Mótið fer fram á tveimur völlum. Á aðalvelli hófst morgunin á forkeppni í ungmennaflokki. Eftir hádegi fer fram forkeppni í tölti fyrir 17 ára og yngri og kl. 14 hefst forkeppni í B-flokki gæðinga.

Á nýuppgerðum kynbótavelli fara fram kynbótasýningar á hryssum í dag. Ámundi segir völlinn standast allar væntingar. „Við prufukeyrðum hann í forskoðun í vor. Knapar hafa lýst ánægju sinni á honum en það mun vera gott að sýna í báðar áttir. Þessi braut var ein sú allra vinsælasta á árum áður, hér voru sýnd mörg hross og Íslandsmet slegin. Ég vona að þetta geti orðið ein besta kynbótabraut á landinu,” segir Ámundi.

Streymt er beint frá Fjórðungsmóti Vesturlands í gegnum vef Landssambands hestamannafélaga.  Gegn 4.990 kr. gjaldi er hægt er því að fylgjast með báðum völlum mótsins á meðan á því stendur með því að smella hér.

Aðgangseyrir inn á keppnisvæðið er 2.500 kr. sem gildir alla daganna og búast aðstandendur mótsins við að um 2.000-2.500 manns leggi leið sína í Borgarnes um helgina.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f