Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fréttir 28. júní 2017

Um 500 manns mætt í Borgarnes á fyrsta degi Fjórðungsmóts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjórðungsmót Vesturlands hófst í Borgarnesi í morgun og stendur til sunnudags. Veður er milt segir Ámundi Sigurðsson framkvæmdastjóri mótins, 16 stiga hiti og skúraleiðingar.

Um 500 manns eru nú þegar komnir til að fylgjast með fyrstu dagskráliðum að sögn Ámunda. Mótið fer fram á tveimur völlum. Á aðalvelli hófst morgunin á forkeppni í ungmennaflokki. Eftir hádegi fer fram forkeppni í tölti fyrir 17 ára og yngri og kl. 14 hefst forkeppni í B-flokki gæðinga.

Á nýuppgerðum kynbótavelli fara fram kynbótasýningar á hryssum í dag. Ámundi segir völlinn standast allar væntingar. „Við prufukeyrðum hann í forskoðun í vor. Knapar hafa lýst ánægju sinni á honum en það mun vera gott að sýna í báðar áttir. Þessi braut var ein sú allra vinsælasta á árum áður, hér voru sýnd mörg hross og Íslandsmet slegin. Ég vona að þetta geti orðið ein besta kynbótabraut á landinu,” segir Ámundi.

Streymt er beint frá Fjórðungsmóti Vesturlands í gegnum vef Landssambands hestamannafélaga.  Gegn 4.990 kr. gjaldi er hægt er því að fylgjast með báðum völlum mótsins á meðan á því stendur með því að smella hér.

Aðgangseyrir inn á keppnisvæðið er 2.500 kr. sem gildir alla daganna og búast aðstandendur mótsins við að um 2.000-2.500 manns leggi leið sína í Borgarnes um helgina.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...