Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Um 30% fækkun í landselsstofninum
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. mars 2015

Um 30% fækkun í landselsstofninum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Niðurstöður talninga á landsel í nokkrum helstu landselslátrum hér við land á liðnu sumri benda til að fækkað hafi um 30% í stofninum árlega frá árinu 2011 til 2014. 
 
Talið var á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í júlí, ágúst og september. Þetta kemur fram í skýrslu um niðurstöður talninga á landsel úr lofti árið 2014 og birt er á vef Selaseturs Íslands. 
 
Við talninguna var notast við Cessna yfirþekju flugvélar, þyrilvængju Landhelgisgæslunnar og ómannaðs loftfars eða svokallað flygildi. Verkefnið var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.
 
Fram kemur í skýrslunni að samanborið við niðurstöður talninganna 2011, þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru í fyrrasumar yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að fækkað hafi í stofninum um 30 prósent árlega á tímabilinu 2011–2014, en 2011 var samkvæmt mati talið að um 11–12.000 dýr væru í stofninum.  
 
„Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hins vegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin fjögur ár frá síðustu sambærilegu talningu,“ segir á vef Selaseturs. 

Skylt efni: Selasetur | landselur

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...