Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurður Ágústsson í Birtingaholti í Árnessýslu á von á að fá svona dráttarvél á næstunni. Hún er af gerðinni CLAAS Xerion 4000 og er með 419 hestafla mótor og mun vera stærsta eiginlega dráttarvélin sem flutt hefur verið til landsins.
Sigurður Ágústsson í Birtingaholti í Árnessýslu á von á að fá svona dráttarvél á næstunni. Hún er af gerðinni CLAAS Xerion 4000 og er með 419 hestafla mótor og mun vera stærsta eiginlega dráttarvélin sem flutt hefur verið til landsins.
Fréttir 3. júní 2016

Tuttugu tonna dráttarvélarferlíki væntanlegt í Birtingaholt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sigurður Ágústsson í Birtinga­holti í Árnessýslu er að fá á næstu dögum sannkallaða risadráttarvél, allavega á íslenskan mælikvarða. Þetta er nær tuttugu tonna CLAAS Xerion 4000 með 419 hestafla mótor sem flutt er inn af Vélfangi. 
 
Með CLAAS dráttarvélinni mun Sigurður fá CLAAS Jaguar múgsaxara, CLAAS Liner 3600 fjögurra stjörnu múgavél og PTH malara (Cruscher) sem er firna öflugt verkfæri.
 
CLAAS Xerion 4000 er samkvæmt heimildum Bændablaðsins langstærsta dráttarvél, sem hægt er að kalla svo, sem flutt hefur verið til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Eyjólfi Pétri Pálmasyni, forstjóra Vélfangs, er vélin tæp 20 tonn að eigin þyngd og með 419 hestafla mótor. Segir Eyjólfur að verðið á CLAAS vél af þessari gerð liggi á bilinu 35 til 40 milljónir króna.
 
Rarik á Egilsstöðum mun þó vera með stærri vél en þetta af gerðinni IH Case sem frekar mætti kalla vinnuvél fyrir verktaka en eiginlega dráttarvél. Enda er hún liðstýrð og mjög ólík að allri gerð. 
 
Verður aðallega notuð í jarðvinnu, en einnig við heyskap
 
Sigurður Ágústsson í Birtingaholti sagðist svo sem ekki geta rætt mikið um nýja traktorinn fyrr en hann fengi hann í hendur.
 
„Þessi vél verður notuð við heyskapinn en þó aðallega í verktöku við jarðvinnu. Svo var ég líka að kaupa PTH brjót til að brjóta vegi. Ég vonast til að geta komið honum í vinnu þessa dagana.“
 
Sigurður í Birtingaholti hefur einnig fest kaup á öflugum PTH malara eða vegbrjót. Einhverjir væru örugglega til í að fá hann til að renna yfir óteljandi vegspotta á Íslandi sem eru vegfarendum stöðugt til ama. Má þar t.d. nefna Kjalveg, vegina um Kaldadal og í Landmannalaugar, svo ekki sé minnst á Dynjandis­heiði fyrir vestan og veginn úr Örlygshöfn út á Látrabjarg.
 
Þessi brjótur, eða malari, er talinn henta vel þar sem erfitt er að ná í ofaníburð. Með því að draga hann eftir veginum er hægt að brjóta niður allt grjót sem í honum er. Líklega myndu einhverjir fagna því ef Sigurði dytti í hug að draga hann yfir Kjöl svo dæmi sé tekið.
 
„Þessi brjótur á að auðvelda alla vinnu við gamla vegi. Oft eru menn að bera ofan í þetta gróft hraun þegar ekkert annað er til. Þá getur maður farið með þennan brjót yfir og mulið  það niður. Ég hef fulla trú á að þetta eigi eftir að gagnast vel. Ég er aðeins búinn að prófa þetta og það lofar góðu,“ segir Sigurður. 
 
Með snúanlegu stýrishúsi
 
CLAAS vélina er þó varla heldur hægt að kalla venjulega dráttarvél. Hún er t.d. með Variable Cab (VC) snúanlegu húsi, þannig að stjórnandinn getur valið sér hvað snýr fram og aftur á vélinni eftir þeim verkefnum sem verið er að fást við hverju sinni. Þannig er m.a. hægt að tengja ýtutönn á það sem venjulega mætti kalla afturhluta vélarinnar og snúa einfaldlega húsinu til að auðvelda stjórnandanum vinnuna. 
 
Stór dekk og mikil flothæfni
 
Þótt vélin sé tæp 20 tonn að eigin þyngd, þá segir Sigurður að dekkin séu breið og mikil þannig að hún fljóti vel á landi. 
 
„Hún á að fljóta vel. Hún er á það stórum dekkjum allan hringinn að þyngdin er ekkert meiri á fersentímetra en á minni vélum.  Ég hugsað þetta svo sem ekki til að nota hana mikið á tún. Hún er mikið frekar sniðin í að fást við rúllurnar og jafna stæðurnar heimafyrir.“
 
− Eru næg verkefni fyrir svona vél?
„Já, ég hef þurft að bæta við mig vélum vegna aukinna umsvifa við heyskap og jarðvinnu.“ Sagði hann það einfaldlega þannig að ef maður ætti ekki tækin þegar á þyrfti að halda, þá fengi maður heldur ekki verkefnin. 
 
Mótorinn kemur frá Mercedes Benz
 
Mótorinn er frá Mercedes Benz og stenst Tier 4 mengunarkröfur ESB með notkun SCR tækni (Selective catalytic reduction), en ekki Blue TEC sem Benz hefur einnig notað við ýmsar vélar.
 
Mótorinn er sex strokka 419 hestöfl eða 308 kílówött og  gefur 2.100 newtonmetra togkraft við 1.300 snúninga á mínútu. Meðalsnúningshraði á vél við vinnslu er gefinn upp 1.900 snúningar á mínútu. Vélin í stærstu útgáfunni af CLAAS sem heitir  XERION 5000 er einnig sex strokka, en skilar 520 hestöflum eða 382 kW. Togkrafturinn í þeirri vél er 2.450 Nm. Í millistærðarvélinni, sem er CLAAS Xerion 4500 er 479 hestafla vél. 
 
Dráttargeta CLAAS Xerion 4000 er gefin upp 15 tonn. 
 
Sigurður sagðist vonast til að geta verið kominn með vélina í hendur um mánaðamótin til að menn gætu lært á hana. Þá ætti hún fljótlega að verða klár í verktöku og fyrir heyskapinn þegar hann fer í gang. 

6 myndir:

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...