Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Mynd / Myndasafn BBL
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækkana á köfnunarefni. Bændablaðið setti sig í samband við íslenska áburðarsala sem allir voru sammála um að áburðarverðið héldi áfram að hækka. Enginn þeirra gat gefið nákvæma tölu þar sem mikil óvissa er með þróun mála. Allir áburðarsalar sögðust hafa gert samninga við sína birgja um að fá það magn sem þeir þurfa.

Sú hækkun sem hefur þegar verið á áburðarverði undanfarin ár mun ekki ganga til baka. Helsti drifkrafturinn er verðhækkun á gasi sem er notað til að framleiða köfnunarefni í Evrópu. Hráefni eins og fosfór og kalí hækka líka þar sem flutningsleiðir hafa lengst eftir að viðskipti við Rússland lokuðust.

Sprenging leiðslu hefur áhrif

Til að bregðast við þessu hefur Yara lokað 65% af verksmiðjum sínum í heimsálfunni sem búa til köfnunarefni og flutt framleiðslu niturs til Afríku og Norður- Ameríku. Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að ekki sé hægt að fá gefið upp neitt verð á köfnunarefnisáburði erlendis þessa dagana.

Um leið og fregnir bárust af sprengingu Nord Stream- gasleiðslunnar í Eystrasalti komu fram hækkanir á hráefnum. Þó svo að lokað hafi verið fyrir flæði gass í gegnum lögnina fyrir sprengingarnar, þá er hér með útilokað að gasflæðið fari í eðlilegt horf þó svo að stríðinu myndi skyndilega ljúka.

Yara fékk mest allt sitt kalí í gegnum Rússland og Hvíta- Rússland fyrir stríðið. Núna þarf að flytja það frá fjarlægari slóðum, s.s. frá norðvesturströnd Norður-Ameríku, sem hefur leitt til verðhækkunar. Fosfórinn hefur hækkað í verði, en ekki eins mikið og önnur efni.

Elías hjá SS getur ekki svarað því hvenær verðskráin þeirra verði birt. Hann segir þó að viðræður við Yara séu í fullum gangi og SS hafi tryggt sér það magn sem óskað var eftir. „Þetta lítur ekki vel út og á meðan stríðið varir heldur verðið áfram að hækka.“

Verðhækkun um tugi prósenta

„Það stefnir í að áburður muni hækka um tugi prósenta. Markaðurinn er mjög kvikur eins og er og verðið getur breyst frá viku til viku,“ segir Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi. Hann segist ekki geta nefnt neina ákveðna tölu í því samhengi, þar sem enginn geti séð fyrir þróunina. „Því nær sem líður að áramótum því meira vitum við.“

Köfnunarefni hækkar mest en verð á öðrum áburðarefnum hafi ekki hækkað eins mikið. Hækkunin er líka misjöfn eftir því á hvaða formi köfnunarefnið kemur. Úrea er til að mynda hlutfallslega ódýrara en ammoníumnítrat, en það síðarnefnda er algengasta form köfnunarefnis í áburði á Íslandi og í Norður Evrópu.

Birgjar halda að sér höndum

Jóhannes Baldvin Jónsson segir Lífland vera í þreifingum við sína áburðarbirgja. „Við höfum fengið vísbendingar um að verðið sé heilt yfir til hækkunar milli ára – hvar það endar liggur ekki fyrir,“ segir hann. Þar sem ammoníumnítrat sé mikill drifkraftur hækkana vegna framboðsskorts sé til skoðunar að auka úrvalið á áburðartegundum sem byggja á úrefni sem köfnunarefnisgjafa.

Samkvæmt honum sé erfitt að fá erlenda birgja til að gefa nákvæmt verð þar sem markaðurinn haldi að sér höndum. „Birgjar vilja ekki liggja með hrávöru í stórum stíl sem þeir kaupa inn á verði sem óvíst er hvort hitti í mark þegar markaðurinn tekur við sér.“

Jóhannes líkir ástandinu núna við það sem var í fyrravetur, nema talsvert snúnara og flóknara.

Verður enginn áburðarskortur

„Ef við horfum á heimsmarkaðsverð þá lítur út fyrir hækkanir miðað við síðast,“ segir Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni.

„Við höfum ekki áhyggjur af því að það verði einhver áburðarskortur á Íslandi. Spurningin er bara um verðið – það er ekki komið í ljós enn þá. Við erum enn að bíða til að sjá hvernig þetta þróast.“

Áburðurinn verður dýr

„Okkar birgir sagði að ekkert benti til annars en hann gæti selt okkur áburð. Við höfum ekki fengið staðfesta neina prósentutölu á verðbreytingum en okkur er sagt að hann verði dýr,“ segir Einar Guðmundsson hjá Búvís. Hann vonast til að fá skýrari mynd á þessi mál síðar í þessum mánuði.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: áburðarverð

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...