Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tímamótaaðalfundur Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 16. apríl 2014

Tímamótaaðalfundur Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkju­bænda verður haldinn 29. apríl og verður haldinn að Hótel Selfoss og hefst kl. 13. Fundurinn markar ákveðin tímamót því auk hefðbundinna aðalfundastarfa verður í fyrsta skiptið kosið eftir nýjum samþykktum SG sem samþykktar voru á síðasta ári. Núverandi formaður stjórnar SG er Sveinn A. Sæland.

Endurskoðun félagskerfis

SG hefur á undanförnum árum unnið að endurskoðun félagskerfis garðyrkjunnar og samþykkti á aðalfundi 2013 að breyta því og gera aðild einstaklingsbundna (einstaklingar og rekstrarfélög framleiðenda), en áður voru undirfélög garðyrkjunnar sem mynduð grunn SG.

Samtímis þessum breytingum voru nýj lög SG samþykkt á síðasta ári. Helsta nýmælið er að á aðalfundinum verður kosið beinni kosningu til stjórnar í fyrsta sinn. Til þess að reka smiðshöggið á þá mikla vinnu sem lögð hefur verið í endurbætur félagskerfisins er stefnt að kynningu á aðalfundinum á drögum um stefnumótun garð­yrkjunnar til næstu ára. Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafi hefur leitt þessa vinnu og mættu t.d. yfir 30 félagsmenn á sérstakan vinnufund um stefnumótun nú í mars.

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...