Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tilnefningar til Embluverðlaunanna komnar fram
Fréttir 11. maí 2017

Tilnefningar til Embluverðlaunanna komnar fram

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Dómnefnd hefur tilnefnt fulltrúa frá Íslandi til Embluverðlaunanna sem verða veitt í Kaupmannahöfn 24. ágúst á sama tíma og ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna fer fram þar í borg, Copenhagen Cooking.
 
Embla er heitið á norrænum matarverðlaunum sem öll bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina.
 
Alls eru sjö verðlaunaflokkar en þeir eru ásamt tilnefndum fulltrúum frá Íslandi:
 
Hráefnisframleiðandi
Friðheimar. Tómataframleiðsla, veitingastaður og ferðaþjónusta. Vefsíða: www.fridheimar.is
 
Matur fyrir marga
Eldum rétt. Heimsending á uppskriftum og hráefni til eldunar. Vefsíða: www.eldumrett.is
 
Matur fyrir börn og ungmenni
Vakandi – Rakel Garðarsdóttir og Hrefna Rós Sætran fyrir barnamat sem unninn er úr íslenskum hráefnum. Vefsíða: www.vakandi.is
 
Matarfrumkvöðull
Pure Natura ehf. – Framleiðsla á bætiefnum úr íslenskum hráefnum; innmat og villtum jurtum. Vefsíða: www.purenatura.is
 
Matvælaiðnaðarmaður
Saltverk. Saltframleiðsla á Reykjanesi á Vestfjörðum sem nýtir jarðhita og fornar vinnsluaðferðir. Vefsíða: www.saltverk.is
 
Mataráfangastaður
Siglufjörður. Gamli síldarbærinn byggir á sögu og tengir hana við vandaða afþreyingu og fjölbreytta matsölustaði. Vefsíða: www.visittrollaskagi.is og www.sild.is
 
Kynningarherferð / Matarblaðamennska
Icelandic Lamb. Markaðsfærsla og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. Vefsíða: www.icelandiclamb.is
 
Í dómnefndinni sitja þau Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari í Hörpu og Brynja Laxdal, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...