Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi
Fréttir 7. apríl 2017

Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi

Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi var lögð fram á Alþingi 20. mars síðastliðinn. 
 
Er þetta í fjórða skiptið á síðustu sex löggjafar­þingum sem málið er lagt fram í óbreyttri mynd og í greinargerð með henni kemur fram að tilefnið sé enn hið sama; að enn kaupi erlendir auðmenn mikilvægar landareignir á Íslandi.
 
Flutningsmenn eru Svandís Svavarsdóttir, Lilja Rafney Magnús­dóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson.
 
Komið í veg fyrir uppkaup erlendra aðila á landi
 
Í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni verðið falið að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði meðal annars: 
  • Að setja skýrar reglur sem miði 
  • að því að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi; 
  • Að huga að almennum við-
  • miðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila; 
  • að horfa til umhverfissjónarmiða
  • og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita); 
  • að tryggja samræmi í réttarheimildum. 
Ekki skipað í starfshóp Gunnars Braga
 
Eitt af síðustu embættisverkum Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra, var að stofna þriggja manna starfshóp til að leggja mat á það hvaða takmarkanir komi helst til greina til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Kom það í kjölfar áralangrar umræðu í þjóðfélaginu um kaup erlendra aðila á bújörðum á Íslandi. 
 
Hópnum var ætlað að skoða þær takmarkanir sem er að finna í löggjöf nágrannalanda Íslands eins og Noregs, Danmörku og Möltu og rúmast innan EES-samningsins. 
 
Bændasamtök Íslands tilnefndu Einar Ófeig Björnsson sem sinn fulltrúa í hópinn. Hann segir að það hafi enn ekki verið formlega skipað í hópinn. Gert var ráð fyrir að hópurinn skilaði tillögum sínum í júní 2017 í síðasta lagi. 

Skylt efni: uppkaup á landi

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...