Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Synjun beingreiðslna staðfest
Fréttir 9. janúar 2015

Synjun beingreiðslna staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja mjólkurbúi í Vesturumdæmi um beingreiðslur. Kærandi gerðist brotlegur við ákveðin ákvæði matvælalaga.  Af þeim sökum stöðvaði Matvælastofnun afhendingu afurða frá býlinu 21. júní 2013 og þar með stöðvuðust beingreiðslur.

Samkvæmt lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru eru svonefndar beingreiðslur stuðningur við framleiðslu og markaðssetningu fyrir mjólkurafurðir og er hann greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa.  Matvælastofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. Í lögunum er að finna bráðabirgðaákvæði sem heimilar Matvælastofnun, við mjög sérstakar aðstæður, að ákveða beingreiðslur til lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess, óháð framleiðslu á lögbýlinu.

Kærandi taldi sig uppfylla skilyrði bráðabirgðaákvæðisins og fór fram á að fá greiddar beingreiðslur árið 2013 og 2014. Ráðuneytið benti hins vegar á að um væri að ræða heimildarákvæði en Matvælastofnun væri ekki skylt að veita undanþágu samkvæmt ákvæðinu.  Undanþáguna bæri að skýra þröngt og ljóst væri að ákvæðinu væri ætlað að veita þeim framleiðendum stuðning sem yrðu fyrir áföllum sem þeir gætu ekki haft áhrif á, eins og t.d. við náttúruhamfarir.  Í málinu lægju ekki fyrir gögn sem sýndu fram á að framleiðsluskilyrði kæranda hefðu raskast vegna ástæðna sem hann hefði ekki getað haft áhrif á.  Ráðuneytið staðfesti því synjun Matvælastofnunar á beingreiðslum.

Skylt efni: Matvælastofnun

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...