Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Synjun beingreiðslna staðfest
Fréttir 9. janúar 2015

Synjun beingreiðslna staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja mjólkurbúi í Vesturumdæmi um beingreiðslur. Kærandi gerðist brotlegur við ákveðin ákvæði matvælalaga.  Af þeim sökum stöðvaði Matvælastofnun afhendingu afurða frá býlinu 21. júní 2013 og þar með stöðvuðust beingreiðslur.

Samkvæmt lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru eru svonefndar beingreiðslur stuðningur við framleiðslu og markaðssetningu fyrir mjólkurafurðir og er hann greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa.  Matvælastofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. Í lögunum er að finna bráðabirgðaákvæði sem heimilar Matvælastofnun, við mjög sérstakar aðstæður, að ákveða beingreiðslur til lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess, óháð framleiðslu á lögbýlinu.

Kærandi taldi sig uppfylla skilyrði bráðabirgðaákvæðisins og fór fram á að fá greiddar beingreiðslur árið 2013 og 2014. Ráðuneytið benti hins vegar á að um væri að ræða heimildarákvæði en Matvælastofnun væri ekki skylt að veita undanþágu samkvæmt ákvæðinu.  Undanþáguna bæri að skýra þröngt og ljóst væri að ákvæðinu væri ætlað að veita þeim framleiðendum stuðning sem yrðu fyrir áföllum sem þeir gætu ekki haft áhrif á, eins og t.d. við náttúruhamfarir.  Í málinu lægju ekki fyrir gögn sem sýndu fram á að framleiðsluskilyrði kæranda hefðu raskast vegna ástæðna sem hann hefði ekki getað haft áhrif á.  Ráðuneytið staðfesti því synjun Matvælastofnunar á beingreiðslum.

Skylt efni: Matvælastofnun

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...