Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sveinn sækir um stöðu forstjóra Matvælastofnunar
Mynd / Bbl
Fréttir 5. maí 2020

Sveinn sækir um stöðu forstjóra Matvælastofnunar

Höfundur: smh

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, greinir frá því í Facebook-færslu í dag að hann hafi ákveðið að sækja um stöðu forstjóra Matvælastofnunar. Matvælastofnun kærði Svein í nóvember á síðasta ári vegna þátttöku hans í svokölluðu örslátrunarverkefni Matís, þar sem hann stýrði aðferð við heimaslátrun lamba og sölu afurða þeirra á bændamarkaði á Hofsósi. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi vestra gaf í kjölfarið út ákæru í málinu.

Sveinn hefur lýst sig saklausan og ver sig sjálfur í málaferlunum, en munnlegur málflutningur hefur ekki farið fram.

Þörf á breytingum hjá Matvælastofnun

Sveinn segir í færslu sinni að hann hafi tekið ákvörðunina eftir talsverða umhugsun, þörf sé á breytingum, íslenskum neytendum og matvælaframleiðendum til framdráttar. Í kynningarbréfi með umsókninni lagði hann áherslu eftirfarandi atriði:

„1. Dreifstýring. Forstjóri sé án staðsetningar. Mikilvægt er að byggja upp netverk um allt land og að starfsmenn og viðskiptavinir Matvælastofnunar hafi góðan aðgang að forstjóra, án tillits til staðsetningar.

2. Kostir rafrænna samskipta verði nýttir til fulls. Slíkt sparar rekstrarkostnað, en ýtir jafnframt undir jafningjamenningu innan stofnunarinnar og leiðir til aukinnar áherslu á hagnýtingu rafrænna samskipta til eftirlits, starfsmönnum og viðskiptavinum til framdráttar. Aukin áhersla á fjarvinnu starfsmanna, fjareftirlit, samstarf og samhæfingu með matvælaframleiðendum, neytendum og hagsmunaaðilum um allt land

3. Aukið samstarf við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna. Lögð áhersla á samstarf á jafnréttisgrundvelli og heildstæða sýn á virðiskeðju matvæla út frá neytendavernd, velferð dýra og plantna og öllum markmiðum matvælalöggjafarinnar: Gæðum, öryggi og heilnæmi matvæla. Allar leiðir nýttar til að ná fram þeim markmiðum, þ.m.t. innra eftirlit, rekjanleiki vara og hráefna, fræðsla, upplýsingamiðlun, rannsóknir og áhættugreining. Skipulag opinbers eftirlits grundvallist á áhættumati og þess sé gætt að óþarflega strangt opinbert eftirlit leiði ekki til óþarfrar sóunar í virðiskeðju matvæla og dragi úr nýsköpun

4. Dregið úr skrifræði með uppbyggingu starfsstöðva um allt land og virku samstarfi við viðskiptavini og almenning í nærumhverfi starfsstöðva í stað áherslu á miðlægar höfuðstöðvar. Aukin áhersla á rafræna afgreiðslu stofnunarinnar, bætta ímynd og leiðbeinandi hlutverk gagnvart ráðuneytinu varðandi einföldun regluverks.

5. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan stofnunarinnar, faglega þróun starfsmanna og styrkingu innviða stofnunarinnar með samstarfi við Háskólann á Akureyri, vegna áherslu hans á rannsóknir tengdar auðlindanýtingu, og aðra lykilsamstarfsaðila innanlands og utan, sem stutt geta við framþróun á starfssviðum Matvælastofnunar. Starfsstöð á Akureyri sérstaklega styrkt í þessu samhengi, með áherslu á uppbyggingu faglegrar getu á sviði áhættumats

6. Aukin áhersla á uppbyggjandi eftirlit með litlum og meðalstórum fyrirtækjum og að fyrir hendi sé skilningur á aðstæðum þeirra innan Matvælastofnunar. Viðmót gagnvart viðskiptavinum einkennist af festu en jákvæðni. Uppbygging skipulagsheildar innan stofnunarinnar á sviði smáframleiðslu, með áherslu á fjareftirlit og stuðning við nýsköpun, svo sem mögulegt er. Skipulagsheildin verði staðsett fjarri höfuðborgarsvæðinu og á svæði þar sem ferðamennska gegnir lykilhlutverki í atvinnulífinu, t.d. nálægt Mývatnssvæðinu. Lögð áhersla á samvinnu við aðila í ferðaþjónustu og stuðning við vöruþróun sem miði að því að uppfylla væntingar ferðamanna um staðbundin matvæli, með aukna verðmætasköpun að markmiði og stuðning við sérkenni mismunandi svæða út frá eftirspurn ferðamanna

7. Samstarf aukið við aðrar stofnanir er þjónusta matvælaframleiðendur, s.s. Fiskistofu og Umhverfisstofnun. Slíkt samstarf miði m.a. að aukinni áherslu á fullnýtingu hráefna og bætt fæðuöryggi, t.d. með því að auðvelda nýtingu hráefnisstrauma úr einni gerð matvælaframleiðslu í annarri matvælaframleiðslu

8. Unnið verði markvisst að bættum starfsanda og stuðningur við starfsfólk aukinn, t.a.m. varðandi endurmenntun. Sérstaklega stutt við þá starfsmenn stofnunarinnar sem eru í framlínu eftirlits, m.a. með áherslu á mikilvægi jákvæðra og árangursríkra samskipta við viðskiptavini stofnunarinnar. Menning vinnustaðarins miði að opinni, gagnrýninni umræðu og jöfnum rétti starfsmanna til að tjá skoðanir sínar, burtséð frá stöðu í skipuriti,“ segir Sveinn.

Var Sveinn ákærður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir, fyrir að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Nánar tiltekið var gripunum slátrað á bænum Birkihlíð í Skagafirði í september 2018, í samræmi við örslátrunartillögur Matís.

Sveinn er doktor í iðnaðarverkfræði starfaði sem forstjóri Matís í átta ár.

Umsóknarfrestur um starf forstjóra rann út í gær 4. maí, en núverandi forstjóri er Jón Gíslason og hefur hann gegnt starfinu síðastliðin 15 ár.

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...