Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þar sem verðið er í 120 og 130 er lélegasta þjónustan og viðmótið, en langbesta þjónustan og viðmótið er á 80 svæðinu á Vestfjörðum.
Þar sem verðið er í 120 og 130 er lélegasta þjónustan og viðmótið, en langbesta þjónustan og viðmótið er á 80 svæðinu á Vestfjörðum.
Öryggi, heilsa og umhverfi 28. mars 2017

Sumar innfluttar vörur lækka og aðrar ekki

Í allri umræðu í fjölmiðlum og á vefsíðum virðast neikvæðar fréttir ná mestri athygli og fá óeðlilega mikla athygli að mínu mati. 
 
Sumar af þessum fréttum einkennast af öfund vegna velgengni í sumum atvinnugreinum og aðrar af háu verðlagi fyrirtækja. Við lestur á mörgum af þessum greinum finnst mér að votti fyrir þunglyndi í huga mínum að loknum lestri, en undanfarið hef ég verið að taka eftir að innflutningsaðilar á bílum og bílahlutum séu að lækka verðið hjá sér svo um munar. Sem dæmi þá eru til umboð sem hafa lækkað verð á bílum um allt að 20% og hjólbarðar á útsölu með allt að helmings afslætti (það er enginn að segja frá þessu). Allt eru þetta innfluttar vörur sem hafa lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar, en af hverju lækka ekkert innfluttar matvörur í búðum?  Ég þykist vita að innflutningsaðilar á matvörum séu að nota sama gjaldmiðil og bílaumboðin fyrir vörurnar sínar, það er eitthvað bogið við verðlagið á innfluttri matvöru í verslunum.
 
Krónan of sterk fyrir ferðamenn?
 
Ef heildsalar sem flytja inn matvöru mundu nú skoða aðeins álagninguna hjá sér á innfluttri vöru væri það hagur margra heimila. Það versta í þessu öllu er að fjölmiðlar eru ekki að standa sig í áróðri sem þessum sem er nauðsyn fyrir marga. Í staðinn er leitað of mikið af neikvæðum fréttum.
 
Í síðustu viku voru margir fjölmiðlar með sömu fréttina um að verið væri að afbóka ferðir til Íslands í stórum stíl vegna stöðu krónunnar og útgerðarmenn segjast vera komnir að þolmörkum. Ég var bara ánægður með þessa frétt um afbókanirnar í ljósi þess að umferð á þjóðvegunum er orðin allt of mikil á dapurt vegakerfi landsins og slys of mörg á vegunum. Persónulega tel ég að nær væri að hækka verðlag enn frekar á rútuferðum, hótelum og matsölustöðum til þess eins að minnka álagið á vegina sem þola ekki alla þessa umferð. Ég efa að ég sé einn um þessa skoðun, en allavega veit ég um einn bónda sem segist eingöngu keyra heyrúllum heim á bæinn sinn á nóttunni vegna umferðarþunga á daginn. 
 
Misjafnt verðlag hringinn í kringum landið
 
Á síðustu fimm árum hef ég farið á milli 15 og 20 hringi í kringum landið og nokkrum sinnum hafa Vestfirðir verið inni í ferðunum. Oft hef ég hugsað um verðlag á þessum ferðum og þá hvað það er breytilegt. 
 
Í huganum hef ég sett verðlag á landið sem 100, en sé ekinn öfugur hringur miðað við sólargang hefur mér fundist verðið frá Reykjavík að Höfn vera 120. Svo er verðlag aftur 100 frá Höfn að Mývatni þar sem verðið fer upp í 130 í næsta nágrenni við Mývatn. Þegar komið er fram hjá Goðafossi fer verðið aftur niður í 100 og helst þannig að Staðarskála. Þegar haldið er upp Strandir inn á Vestfirði fer verðið niður í 80 og helst þannig allan Vestfjarðahringinn og hækkar ekki aftur fyrr en í Búðardal í 100 og helst þannig á Snæfellsnesi og til Reykjavíkur. Það sem er verst við þessar tölur mínar að þar sem verðið er í 120 og 130 er lélegasta þjónustan og viðmótið, en langbesta þjónustan og viðmótið er á 80 svæðinu á Vestfjörðum.
Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...