Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Styrkur til að gera úttekt á viðarmagni
Fréttir 19. maí 2016

Styrkur til að gera úttekt á viðarmagni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Félag skógarbænda á Vesturlandi hefur fengið 800 þúsund króna styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að gera viðarmagnsúttekt á Vesturlandi. 
 
Reiknað verður út viðarmagn í öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi. Gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.
 
Markmið verkefnisins er að finna út hversu mikið viðarmagn er í skógum á Vesturlandi og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að nýta viðinn, að því er fram kemur á vefsíðu Skógræktar ríkisins. Gögnin úr viðarmagnsáætluninni má nota til markaðsgreiningar en um leið að kanna hvort raunhæft sé að stofna til afurðarmiðstöðvar viðarafurða á Vesturlandi. Með stofnun slíkrar miðstöðvar mætti byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknarstarfsemi á sviði skógræktar.
 
Framkvæmdastjóri Vesturlands­skóga stýrir verkefninu sem unnið verður í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssamtök skógareigenda og Félag skógarbænda á Vesturlandi. Meiningin er að afrakstur verkefnisins verði viðarmagnsáætlun fyrir skóga á Vesturlandi næstu 30 ár sem lögð verði til grundvallar miðstöð viðarafurða á Vesturlandi.
 
Með því að koma á fót afurðamiðstöð viðarafurða á Vesturlandi væri stigið mikilvægt skref í því að gera skógrækt á atvinnusvæðinu að þeirri atvinnugrein sem hún hefur fulla burði til að vera. Það er stefna Félags skógarbænda á Vesturlandi líkt og Landssamtaka skógareigenda að efla nytjaskógrækt og tryggja jafnt og öruggt framboð skógarafurða. 
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...