Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð
Fréttir 30. mars 2015

Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkaður krókódílshaus, einn og hálfur lítri af andablóði og tugir hrárra eggja voru meðal þess sem íslenskir tollverðir stöðvuðu á landamærum á síðasta ári, 2014.  Andablóðið var sagt ætlað til súpugerðar. Innflutningur hrárra dýraafurða er bannaður sem kunnugt er.

Á heimasíðu segir að krókódílshausinn falli undir svokallaðan CITES samning um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Sá sem ferðaðist með hann framvísaði fölsuðu CITES vottorði frá Tælandi, þ.e.fölsuðu leyfi til útflutnings á hausnum.

Mark­mið CITES  samn­ings­ins er að vernda teg­und­ir dýra og plantna sem eru í út­rým­ing­ar­hættu með því að stjórna alþjóðleg­um viðskipt­um með þær. Alls eiga 178 lönd aðild að CITES samn­ingn­um Toll­stjóri bend­ir á að flutn­ing­ur dýra og plantna, sem flokkuð eru í út­rým­ing­ar­hættu, eða afurða þeirra milli landa er ekki leyfi­leg­ur nema að fengnu leyfi hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Á þetta er bent, þar sem brögð eru að því að stöðva þurfi send­ing­ar í tollaf­greiðslu, sem inni­halda afurðir dýra sem eru á vál­ista eins og ofangreint dæmi ber með sér.

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.