Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Haukur Baldvinsson stefnir á að opna í lok júní.
Jón Haukur Baldvinsson stefnir á að opna í lok júní.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2017

Stífar aðbúnaðar- og gæðakröfur gerðar að utan

Höfundur: smh
Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir opnun á nýjum veitingastað á Hótel Borg sem verður hluti af veitingahúsakeðju hins kunna enska matreiðslumanns, Jamie Oliver, sem heitir Jamie´s Italian.
 
Framkvæmdir við breytingar á veitingarými Hótel Borgar hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, eins af eigendum veitingastaðarins, hefur þurft að taka tillit til margra hluta. Bæði eru sett skilyrði og takmarkanir af hálfu borgarinnar þegar svo gömlum og sögufrægum byggingum er breytt og eins eru gerðar útlitskröfur frá höfuðstöðvum Jamie´s Italian, til dæmis um að eldað sé fyrir opnum dyrum. Jón Haukur segir að stefnt sé á opnun í lok júní.
 
Á Jamie´s Italian verður, eins og nafnið gefur til kynna, ítölsk matreiðsla höfð í hávegum en að mestu leyti verður matreitt úr úrvals íslensku hráefni og búvörum – sem er búið að fara í gegnum nálarauga gæðaeftirlits Jamie Oliver Group.  „Það verður eldað úr sérvöldu árstíðarbundnu hráefni og það er gríðarlega mikið lagt upp úr gæðum hráefnis. Sömuleiðis eru gerðar miklar kröfur um að aðstæður og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið fyrir dýrin á þeim bæjum sem við verðum í viðskiptum við. 
Jamie Oliver Group er með gæðakerfi sem heitir JOSIE og þar er gagnagrunnur með skilyrðum sem hver einasti birgir, sem ætlar að selja okkur hráefni, verður að uppfylla. Hann verður að svara yfir 100 spurningum og senda myndir úr framleiðslunni,“ segir Jón Haukur.
 
Krefjandi ferli með birgjum
 
„Það hefur nú tekið okkur um þrjá mánuði að fá alla birgja á Íslandi samþykkta og hafa þeir flest allir tekið þessum fagmannlegu vinnubrögðum afar vel, enda sjá þeir hvað þetta skiptir miklu máli; ekki bara fyrir veitingastaðinn heldur einnig fyrir markaðssetningu þeirra á vörum sínum.
 
Hver einasti birgir er stofnaður inni í JOSIE-kerfinu og fyllir þar út ítarlega lýsingu á fyrirtækinu og svarar tugi spurninga um framleiðsluhætti og fleira í þeim dúr. Þau síðan senda inn umsóknina. JOSIE annaðhvort hafnar umsókninni eða samþykkir. Ef þeir hafna umsókninni, þá koma spurningar sem vantar svör við til að hægt sé að samþykkja birginn. Þetta ferli gengur svo fram og til baka þangað til Jamie Oliver er sáttur og allar helstu kröfur eru uppfylltar. Í mörgum tilvikum eru gerðar kröfur um lífræna vottun.  
 
Við vorum til dæmis í ákveðnum vandræðum með að finna kjúklingabú þar sem nægt gólfrými væri til að standast aðbúnaðarkröfur að utan því það eru mjög skýrar kröfur um það og að kjúklingar væru með aðgengi að útisvæði, auk þess sem dýravelferð væri í fyrirrúmi. Við fundum að lokum rétta kjúklingabúið og munum versla við Litlu gulu hænuna,“ segir Jón Haukur. 
 
Matseðillinn er valinn af Jamie-keðjunni en með ákveðnu innleggi frá íslenska staðnum. Jón Haukur segir að þar séu hefðbundnar ítalskar uppskriftir fyrir­ferðarmiklar, þeim sé breytt lítillega að hætti Jamie Oliver. Í boði verða kjöt-, fisk-, pasta- og grænmetisréttir (vegan) á staðnum og einhver íslenskur bragur verður á einhverjum réttum. 
 
Meðal birgja og bænda sem verða í viðskiptum:
 
Naut: Bakki, Rangarárþingi eystra. Slátrað á Hellu. Kjötsmiðjan er kjötbirgir. 
Lamb: Frá Norðurlandi vestra. Slátrað á Blönduósi. Kjötsmiðjan er kjötbirgir.
Kjúklingur: Litla gula hænan. 
Fiskur: Sjófiskur er okkar heildsali. Upprunninn úr sjónum við Ísland. Laxinn er í skoðun, verður jafnvel frá Silfurstjörnunni.  
Egg: Nesbú. Gerilsneydd sem og heil lífræn.
Grænmeti: Mata  og Innes.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...