Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sterkur vilji til búsetu  á landsbyggðinni
Fréttir 17. desember 2015

Sterkur vilji til búsetu á landsbyggðinni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í skoðanakönnun sem samtökin Landsbyggðin lifi gerði nú í haust, kemur fram að mikill meirihluti aðspurðra, eða nærri 62%, sér fyrir sér að búa á landsbyggðinni í framtíðinni. 
 
Könnunin var framkvæmd á samskiptanetinu og var kynnt á aðalfundi samtakanna hinn 9. nóvember síðastliðinn. Úrtakið var ekki ýkja stórt, eða 500 manns á aldrinum 16 til 80 ára af öllu landinu. Það gefur þó sterkar vísbendingar um afstöðu fólks til búsetu á landsbyggðinni, en  alls svöruðu 464, eða 92,8%, sem er óvenju gott svarhlutfall.
 
Var könnunin gerð sem hluti af vinnu vegna samstarfs samtakanna við systursamtök sín í Evrópu og þátttöku í ráðstefnu European Rural Parlament sem haldin var í bænum Schärding í Austurríki 7. nóvember síðastliðinn. Þar voru samankomnir 240 fulltrúar landsbyggðasamtaka í 40 Evrópulöndum, sem öll glíma við sama vanda vegna versnandi stöðu dreifbýlishéraða. Á þessu þingi voru samtök frá nærri öllum ESB-ríkjunum auk Albaníu, Armeníu, Hvíta-Rússlands, Bosníu Herzegovínu,  Makedoníu, Kósovó, Íslands, Noregs, Serbíu, Tyrklands og Úkraínu. Þar hafa menn verið að reyna að greina grunnástæður þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað með miklum fólksflutningum til stóru borganna. Einnig hvað þurfi til að hægt sé að halda í unga fólkið. Könnun samtakanna Landsbyggðin lifi var einmitt hugsuð til að varpa einhverju ljósi á þessa hluti.
 
Nú er í gangi önnur könnun samtakanna í svipaða veru í samvinnu við Háskólann á Akureyri. 
 
Konur í miklum meirihluta 
 
Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem svöruðu, eða 68,5% en karlar voru 31,5%.
Þegar spurt var hvar svarendur byggju, þá voru íbúar höfuðborgarsvæðisins með 158 svör, eða 34,1%. Svarendur með búsetu í bæjum úti á landi voru 148, eða 31,9%. Svarendur með búsetu í þorpum eða minni bæjarfélögum voru 111 eða 23,9% og svarendur búsettir í sveit voru 47 eða 10,1%.
 
Mikill meirihluti segist vilja búa á landsbyggðinni
 
Athygli vekur, í ljósi þess hvar rúmlega þriðjungur svarenda sagðist búa, að 284, eða 61,9% þeirra sem tóku afstöðu, sögðust sjá það fyrir sér að búa á landsbyggðinni í framtíðinni. Þá sögðust 125, eða 27,2%, sjá fyrir sér að búa í framtíðinni á höfuðborgarsvæðinu, en 50, eða 10,9 %, sáu fyrir sér að búa erlendis. Þá tóku fimm svarendur ekki afstöðu til þessarar spurningar. 
 
− Sjá nánar á bls. 2 í blaðinu sem kom út í dag.
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...