Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stefnt að því að útrýma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería
Fréttir 22. september 2016

Stefnt að því að útrýma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll 193 lönd Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að undirrita yfirlýsingu þar sem stefnt er að því að útrúma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería.

Yfirlýsingin var sex ár í vinnslu og ef hún gengur eftir er talið að koma megi í veg fyrir ótímabæran dauða 700 þúsund manna á ári. Þetta er í fjórða sinn sem Sameinuðu þjóðirnar senda frá sér svipaða yfirlýsingu. Fyrst vegna HIV-veirunnar árið 2001, næst 2011 vegna krónískra sjúkdóma sem ekki eru smitandi og síðan 2013 vegna ebóla-veirunnar. 

Þjóðir sem undirrita yfirlýsinguna hafa tvö ár til að setja saman áætlun um varnir gegn sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería.

Gríðarleg ógn

Sérfræðingar á svið bakteríusýkinga segja sýkingar af þessu tagi séu ein stærsta heilsufarslega ógn sem mannkynið stendur frami fyrir í dag. Verði ekki gripið inn strax er talin veruleg hætta á að tiltölulega litlar sýkingar geti farið úr böndunum vegna þess að sýklalyf sem til eru í dag ráði ekki við bakteríurnar sem valda þeim. Dæmi um aðgerðir sem gætu reynst banvænar eru liðskipti og keisaraskurður.

Ástæða þess að margar bakteríur hafa mynda ónæmi gegn sýklalyfjum er ofnotkun á sýklalyfjum við lækningar á fólki og búfé og sem vaxtarhvata í búfjárrækt. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin spáir því að árið 2050 muni allt að 10 milljónir manna látast af völdum sýkinga af þessu tagi verði ekkert að gert.

Aukið eftirlit og fræðsla

Í yfirlýsingunni kemur fram að þjóðir sem undirrita hana muni koma sér upp eftirlitskerfi þar sem fylgst verður með sölu og notkun á sýklalyfjum til lækninga á mönnum og dýrum. Hvetja til þess að þróuð verði ný lyf og að greining á sýkingum verði hraðað og að fræðsla til heilbrigðisstarfsmanna og almennings vegna hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería verði aukin. 

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...