Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stefnt að því að útrýma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería
Fréttir 22. september 2016

Stefnt að því að útrýma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll 193 lönd Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að undirrita yfirlýsingu þar sem stefnt er að því að útrúma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería.

Yfirlýsingin var sex ár í vinnslu og ef hún gengur eftir er talið að koma megi í veg fyrir ótímabæran dauða 700 þúsund manna á ári. Þetta er í fjórða sinn sem Sameinuðu þjóðirnar senda frá sér svipaða yfirlýsingu. Fyrst vegna HIV-veirunnar árið 2001, næst 2011 vegna krónískra sjúkdóma sem ekki eru smitandi og síðan 2013 vegna ebóla-veirunnar. 

Þjóðir sem undirrita yfirlýsinguna hafa tvö ár til að setja saman áætlun um varnir gegn sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería.

Gríðarleg ógn

Sérfræðingar á svið bakteríusýkinga segja sýkingar af þessu tagi séu ein stærsta heilsufarslega ógn sem mannkynið stendur frami fyrir í dag. Verði ekki gripið inn strax er talin veruleg hætta á að tiltölulega litlar sýkingar geti farið úr böndunum vegna þess að sýklalyf sem til eru í dag ráði ekki við bakteríurnar sem valda þeim. Dæmi um aðgerðir sem gætu reynst banvænar eru liðskipti og keisaraskurður.

Ástæða þess að margar bakteríur hafa mynda ónæmi gegn sýklalyfjum er ofnotkun á sýklalyfjum við lækningar á fólki og búfé og sem vaxtarhvata í búfjárrækt. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin spáir því að árið 2050 muni allt að 10 milljónir manna látast af völdum sýkinga af þessu tagi verði ekkert að gert.

Aukið eftirlit og fræðsla

Í yfirlýsingunni kemur fram að þjóðir sem undirrita hana muni koma sér upp eftirlitskerfi þar sem fylgst verður með sölu og notkun á sýklalyfjum til lækninga á mönnum og dýrum. Hvetja til þess að þróuð verði ný lyf og að greining á sýkingum verði hraðað og að fræðsla til heilbrigðisstarfsmanna og almennings vegna hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería verði aukin. 

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...