Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Mynd / MHH
Fréttir 2. júní 2016

Stærsti manngerði hellir landsins opnaður ferðamönnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Um fimm hundruð manns mættu í hellaskoðun á bænum Hellnum í Landsveit laugardaginn 23. apríl þar sem sumrinu var fagnað með opnu húsi. 
 
Auk þess var boðið upp á leiki, veitingar og teymt var undir börnum. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna stærsta helli landsins fyrir gestum en nú verður hann opnaður ferðamönnum. Á Hellnum eru þrír hellar, allir manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi en hann heitir Hellnahellir.
 
„Hellirinn er um fimmtíu metra langur, lofthæðin er þrír til fimm metrar og álíka vítt á milli veggja. Í hellinum eru tvær útgönguleiðir, ein í hvorum enda, en auk þess eru á honum fimm upphlaðnir strompar sem gerðir hafa verið til að hleypa birtu inn í hellinn eða til að hleypa út reyk frá eldstæðum,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir á Hellnum. 
 
Hún segir ekki nákvæmlega vitað hve gamall hellirinn er en talið er að hann sé  mögulega frá því fyrir eiginlegt landnám Íslands og hafi verið gerðir af pöpum, þ.e.a.s. írskum munkum sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir tíma víkinganna, eða um 900. Nú stendur til að taka á móti ferðamönnum í hellinn en hægt er að nálgast frekari  upplýsingar á heimasíðu Hellna, http://www.hellar.is og á Facebook.

Skylt efni: Hellnahellir

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...