Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Spjallað við bændur í Efstadal
Mynd / Beit
Fréttir 4. ágúst 2017

Spjallað við bændur í Efstadal

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nýjasta þætti Spjallað við bændur er farið í heimsókn í Efsta­dal í Blá­skógabyggð en þar er rekið mynd­arlegt kúa- og ferða­þjónustubú. Rætt er við Sölva Arnarsson sem sér um reksturinn ásamt öðrum fjöl­skyldumeðlimum. Sölvi fer yfir búskapinn og fjallar um það hvernig hann fléttast saman við ferða­þjón­ustuna sem er afar blómleg á hans heimaslóðum. 
 
Þorsteinn Roy Jóhannsson, spyrill þáttanna, segir að það sé margt fróðlegt í þessum þætti.
 
„Bændurnir í Efstadal vilja að upplifun ferðamannsins sé þannig að hann sé í raun að koma í heimsókn á sveitabæinn Efstadal og sjá þá starfsemi sem er í gangi. Svo getur hann gætt sér á dýrindis kræsingum af matseðli, ís, ostum og skyri sem þau búa til úr þeim afurðum sem þau eru að framleiða. Þau eru einnig með hestaleigu og fimm hunda á bænum,“ segir Þorsteinn. Fyrr á árum voru um 700 fjár á vetrarfóðrum á bænum en það var skorið niður vegna riðu og alfarið farið í kúabúskap og nautgripaeldi.
 
„Sölvi sagði okkur líka að jörðin væri á þannig stað að kúabúskapurinn henti mun betur en fjárbúskapurinn. Kindunum finnst nefnilega blómin í görðum sumarhúsanna þarna í kring langbest á bragðið!“ 
 
Þættirnir Spjallað við bændur eru aðgengilegir á vef Bændablaðsins, bbl.is og líka á Facebooksíðu blaðsins. 

 


 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...