Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Spjallað við bændur í Efstadal
Mynd / Beit
Fréttir 4. ágúst 2017

Spjallað við bændur í Efstadal

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nýjasta þætti Spjallað við bændur er farið í heimsókn í Efsta­dal í Blá­skógabyggð en þar er rekið mynd­arlegt kúa- og ferða­þjónustubú. Rætt er við Sölva Arnarsson sem sér um reksturinn ásamt öðrum fjöl­skyldumeðlimum. Sölvi fer yfir búskapinn og fjallar um það hvernig hann fléttast saman við ferða­þjón­ustuna sem er afar blómleg á hans heimaslóðum. 
 
Þorsteinn Roy Jóhannsson, spyrill þáttanna, segir að það sé margt fróðlegt í þessum þætti.
 
„Bændurnir í Efstadal vilja að upplifun ferðamannsins sé þannig að hann sé í raun að koma í heimsókn á sveitabæinn Efstadal og sjá þá starfsemi sem er í gangi. Svo getur hann gætt sér á dýrindis kræsingum af matseðli, ís, ostum og skyri sem þau búa til úr þeim afurðum sem þau eru að framleiða. Þau eru einnig með hestaleigu og fimm hunda á bænum,“ segir Þorsteinn. Fyrr á árum voru um 700 fjár á vetrarfóðrum á bænum en það var skorið niður vegna riðu og alfarið farið í kúabúskap og nautgripaeldi.
 
„Sölvi sagði okkur líka að jörðin væri á þannig stað að kúabúskapurinn henti mun betur en fjárbúskapurinn. Kindunum finnst nefnilega blómin í görðum sumarhúsanna þarna í kring langbest á bragðið!“ 
 
Þættirnir Spjallað við bændur eru aðgengilegir á vef Bændablaðsins, bbl.is og líka á Facebooksíðu blaðsins. 

 


 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...