Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skógræktarfélag Íslands lýsir áhyggjum af samdrætti
Fréttir 10. mars 2015

Skógræktarfélag Íslands lýsir áhyggjum af samdrætti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir áhyggjum af þeim samdrætti sem orðið hefur í nýskógrækt hér á landi undanfarin ár. Fréttatilkynningin er á þessa leið.

Stjórn Skógræktarfélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af stórfelldum samdrætti í nýgræðslu skóga á undanförnum sex árum. Árið 2014 voru gróðursettar um 2,9 millj. trjáplantna á Íslandi. Leita þarf allt aftur til ársins 1989 til þess að finna lægri tölur um heildargróðursetningu skóga á landinu. Afturhvarf um aldarfjórðung er alvarleg staða þegar horft er til uppbyggingar á innviðum skógræktar á undanförnum árum. Ef þróuninni verður ekki snúið við hið fyrsta blasir við að það mikla uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað frá því um 1990 verður fyrir miklu tjóni, á sama tíma og tækifæri til skógræktar hafa aldrei verið meiri. Mesta tjónið liggur þó í töpuðum mannauði og engri endurnýjun eða nýsköpun og svo auðvitað tapaðri auðlind og vistþjónustu skóga sem ekki verða til.

Ljóst er að taka mun nokkur ár að ná sambærilegum afköstum og árið 2007 en þá náði gróðursetning hámarki þegar gróðursettar voru hér á landi rúmlega 6,1 milljónir trjáplantna. Tækifæri hér á landi til fjölþættrar atvinnuuppbyggingar í skógrækt og landgræðslu eru mikil og sömuleiðis tækifærin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti með þeirri hagkvæmu og skilvirku leið að binda kolefni, með aukinni skógrækt. Athyglisvert er að skoða þessa hnignun í samhengi við þingsályktun sem samþykkt var sl. vor „um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu“ (143. löggjafarþing 2013-2014. Þingskjal 273 – 211. mál). Sú þingsályktun var samþykkt af öllum þingmönnum sem viðstaddir voru afgreiðsluna.

Einnig gengur þessi þróun gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks (frá 13. maí 2013). Verði ekkert að gert er ljóst að áratuga uppbyggingarstarf mun fara forgörðum.
 

Skylt efni: Skógrækt

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...