Skil á vorbók í Fjárvís
Höfundur: Mast
Búnaðarstofa Matvælastofnunar vekur athygli sauðfjárbænda á því að ganga frá skilum á vorbók fyrir 20. ágúst 2017.
Í tilkynningu frá stofnuninni segir að ef vorbók í Fjárvís hefur ekki verið skilað fyrir 20. ágúst 2017 frestist stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda frá og með 1. september. Um er að ræða skilyrði sem kemur nú til framkvæmdar í fyrsta sinn skv. a lið 6. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016.