Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skemmdir á vegklæðingu víða um land
Fréttir 10. apríl 2015

Skemmdir á vegklæðingu víða um land

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Klæðning fauk í þó nokkrum mæli af vegum í óveðrinu sem gekk yfir landið á dögunum og skapaði hættu. Unnið hefur verið að því að merkja þá staði sem verst urðu úti en ljóst að þó nokkurn tíma tekur að koma slitlagi á veginn á ný. Það verður gert um leið og færi gefst með vorinu að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 
 
Skemmdir urðu m.a. á Suður­svæði, annars vegar við Borg í Grímsnesi og hins vegar við Óseyrarbrú. Einnig fauk klæðing af innri öxl vinstri kants á Reykjanesbraut á tveimur stöðum. Skemmdir urðu á vegi í Brynjudal og í Hvalfjarðarbotni, einnig fauk klæðing af kafla á Eyrarfellsvegi við brú í Miðdal og skemmdir urðu á Þingvallavegi nálægt Grafningsvegi. 
 
Á Norðursvæði hafa orðið töluverðar skemmdir á slitlögum í Skagafirði. Verulegar skemmdir urðu á Siglufjarðarvegi við Stafá, síðan bættist við einn blettur í Sléttuhlíð rétt sunnan við Keldur og annar á Sauðárkróksbraut við flugvöllinn. Á Norðausturvegi við gamla Öxarfjarðarheiðarveginn á Leirtjarnarhálsi urðu skemmdir á um 70 fermetra kafla. Smávægilegar skemmdir urðu á klæðningum í Húnavatnssýslum. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...