Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skemmdir á vegklæðingu víða um land
Fréttir 10. apríl 2015

Skemmdir á vegklæðingu víða um land

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Klæðning fauk í þó nokkrum mæli af vegum í óveðrinu sem gekk yfir landið á dögunum og skapaði hættu. Unnið hefur verið að því að merkja þá staði sem verst urðu úti en ljóst að þó nokkurn tíma tekur að koma slitlagi á veginn á ný. Það verður gert um leið og færi gefst með vorinu að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 
 
Skemmdir urðu m.a. á Suður­svæði, annars vegar við Borg í Grímsnesi og hins vegar við Óseyrarbrú. Einnig fauk klæðing af innri öxl vinstri kants á Reykjanesbraut á tveimur stöðum. Skemmdir urðu á vegi í Brynjudal og í Hvalfjarðarbotni, einnig fauk klæðing af kafla á Eyrarfellsvegi við brú í Miðdal og skemmdir urðu á Þingvallavegi nálægt Grafningsvegi. 
 
Á Norðursvæði hafa orðið töluverðar skemmdir á slitlögum í Skagafirði. Verulegar skemmdir urðu á Siglufjarðarvegi við Stafá, síðan bættist við einn blettur í Sléttuhlíð rétt sunnan við Keldur og annar á Sauðárkróksbraut við flugvöllinn. Á Norðausturvegi við gamla Öxarfjarðarheiðarveginn á Leirtjarnarhálsi urðu skemmdir á um 70 fermetra kafla. Smávægilegar skemmdir urðu á klæðningum í Húnavatnssýslum. 
Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...