Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skemmdir á vegklæðingu víða um land
Fréttir 10. apríl 2015

Skemmdir á vegklæðingu víða um land

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Klæðning fauk í þó nokkrum mæli af vegum í óveðrinu sem gekk yfir landið á dögunum og skapaði hættu. Unnið hefur verið að því að merkja þá staði sem verst urðu úti en ljóst að þó nokkurn tíma tekur að koma slitlagi á veginn á ný. Það verður gert um leið og færi gefst með vorinu að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 
 
Skemmdir urðu m.a. á Suður­svæði, annars vegar við Borg í Grímsnesi og hins vegar við Óseyrarbrú. Einnig fauk klæðing af innri öxl vinstri kants á Reykjanesbraut á tveimur stöðum. Skemmdir urðu á vegi í Brynjudal og í Hvalfjarðarbotni, einnig fauk klæðing af kafla á Eyrarfellsvegi við brú í Miðdal og skemmdir urðu á Þingvallavegi nálægt Grafningsvegi. 
 
Á Norðursvæði hafa orðið töluverðar skemmdir á slitlögum í Skagafirði. Verulegar skemmdir urðu á Siglufjarðarvegi við Stafá, síðan bættist við einn blettur í Sléttuhlíð rétt sunnan við Keldur og annar á Sauðárkróksbraut við flugvöllinn. Á Norðausturvegi við gamla Öxarfjarðarheiðarveginn á Leirtjarnarhálsi urðu skemmdir á um 70 fermetra kafla. Smávægilegar skemmdir urðu á klæðningum í Húnavatnssýslum. 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands