Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2024

Sjö ARR-kindur finnast í Miðdölum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjö kindur í Miðdölum í Dalabyggð hafa fundist til viðbótar sem bera genasamsætuna ARR.

Tvær kindur eru staðsettar á bænum Háafelli og þrjár í Geirshlíð. Nýjustu tíðindi eru svo af tveimur á Sauðafelli.

Fundurinn kemur í kjölfar þess að í janúar var staðfest að ær og lambhrútur á bænum Vífilsdal í Dölum væru með þessa fágætu genasamsætu, sem þótti mikill happafengur fyrir ræktunarstarfið fram undan með verndandi arfgerðir. Hafist var handa við arfgerða­ greiningar á hjörðum í Vífilsdal og á fimm öðrum bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML, segir að í Geirshlíð sé um að ræða þrjár ær, tvær af þeim eru svargolsóttar, önnur hyrnd en hin kollótt.

Þriðja ærin í Geirshlíð sé hvít að lit, hyrnd og er hún sammæðra þeirri golsóttu hyrndu. Hann segir að á Háafelli séu báðar ærnar hyrndar og hvítar að lit. Nýjustu tíðindin eru sem fyrr segir frá Sauðfelli. Eyþór segir að þessar tvær ær á Sauðfelli séu mæðgur. „Þær eru báðar hyrndar og golsóttar á lit. Golsi 02­346 frá Háafelli er á bak við þær og tengir saman allar ARR­ær sem við höfum fundið til þessa í Dölum,“ segir hann.

Skylt efni: ARR genasamsætan

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...