Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 3. október 2022

Sitkagreni er hæsta tré landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins Tré ársins hjá félaginu árið 2022.

Sitkagrenið á Kirkjubæjarklaustri knúsað.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð var formlega útnefnt. Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Mæling sýnir tréð vera 30,15 metrar á hæð. Tréð sem um ræðir er sitkagreni sem var gróðursett árið 1949. Niðurstaða mælingarinnar er sú að tréð er fyrsta tréð sem hefur náð þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því fyrir ísöld þegar hér uxu stórvaxnar trjátegundir sem náð gátu margra tuga metra hæð.

Ávarp forsætisráðherra

Í ávarpi sínu við tréð á Klaustri talaði Katrín Jakobsdóttir um mikilvægi skóga og skógræktar. Hún nefndi nýsamþykkta landsáætlun um landgræðslu og skógrækt, Land og líf, og þann mikilvæga þátt sem áætlunin væri í markmiðum Íslendinga í loftslagsmálum.

Skógurinn á Kirkjubæjarklastri

Upphaf skógarins á Kirkjubæjarklaustri má rekja til þess að heimafólk á Klaustri girti af brekkuna fyrir ofan bæinn og gróðursetti þar 60 þúsund birkiplöntur. Hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir áttu stóran þátt í því að hefja þar skógrækt.

Með árunum var bætt við sitkagreni, lerki og furu og snemma á sjöunda áratug síðustu aldar var samið við Skógræktina um viðhald girðinga og umsjón með skóginum.

Skógræktin hefur undanfarin ár bætt aðgengi almennings að skóginum og gróðursett þar ýmsar sjaldgæfar trjátegundir.

Fjölmenni viðstatt

Auk forsætisráðherra fluttu ávörp Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem var bakhjarl viðburðarins.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...