Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sex milljónir til verndar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu
Fréttir 16. apríl 2014

Sex milljónir til verndar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.
 
Landvarsla efld á nokkrum svæðum
 
Einnig voru veittar rúmar 14 milljónir króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum í umsjá Umhverfisstofnunar. Verður fjármagnið nýtt til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar „Laugavegarins“ og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði. 
 
Fjármunirnir í forgangsverkefni nýtast til að lagfæra og koma í veg fyrir frekari spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Þetta eru viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar.
 
Gönguleiðir samtals um 90 km
 
Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna á Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við framkvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. Munu hóparnir vinna áfram að uppbyggingu og lagfæringu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í framhaldi af því mikla og góða starfi sem starfsfólk Skógræktar ríkisins og sjálfboðaliðar hafa unnið þar á síðustu árum. 
Gönguleiðirnar eru samtals um 90 km að lengd og mikið verk óunnið í viðhaldi þeirra.
 
Ýmsir hafa styrkt verkefni þessi undanfarin ár svo sem Framkvæmdasjóður ferðamanna-staða, Pokasjóður, Ferðamálastofa, Umhverfissjóður Landsbankans o.fl. Leitað hefur verið eftir styrkjum frá fleirum svo hægt verði að gera enn betur. 
 
Ferðaþjónustan á svæðinu, sem er undir hatti Vina Þórsmerkur hefur stutt við verkefnið. Nú er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Þórsmerkursvæðið og verða framkvæmdir unnar í samræmi við það.

2 myndir:

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...