Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sex milljónir til verndar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu
Fréttir 16. apríl 2014

Sex milljónir til verndar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.
 
Landvarsla efld á nokkrum svæðum
 
Einnig voru veittar rúmar 14 milljónir króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum í umsjá Umhverfisstofnunar. Verður fjármagnið nýtt til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar „Laugavegarins“ og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði. 
 
Fjármunirnir í forgangsverkefni nýtast til að lagfæra og koma í veg fyrir frekari spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Þetta eru viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar.
 
Gönguleiðir samtals um 90 km
 
Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna á Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við framkvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. Munu hóparnir vinna áfram að uppbyggingu og lagfæringu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í framhaldi af því mikla og góða starfi sem starfsfólk Skógræktar ríkisins og sjálfboðaliðar hafa unnið þar á síðustu árum. 
Gönguleiðirnar eru samtals um 90 km að lengd og mikið verk óunnið í viðhaldi þeirra.
 
Ýmsir hafa styrkt verkefni þessi undanfarin ár svo sem Framkvæmdasjóður ferðamanna-staða, Pokasjóður, Ferðamálastofa, Umhverfissjóður Landsbankans o.fl. Leitað hefur verið eftir styrkjum frá fleirum svo hægt verði að gera enn betur. 
 
Ferðaþjónustan á svæðinu, sem er undir hatti Vina Þórsmerkur hefur stutt við verkefnið. Nú er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Þórsmerkursvæðið og verða framkvæmdir unnar í samræmi við það.

2 myndir:

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...