Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Selasetur fær 6 milljóna króna styrk
Fréttir 5. janúar 2015

Selasetur fær 6 milljóna króna styrk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra vegna verkefnisins Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.

Verkefnið nær til hugmynda og hönnunarvinnu á stækkun og endurbótum á sýningu Selasetursins og hugmynda og hönnunarvinnu á útisvæði við Selasetrið sem og á hafnarsvæðinu öllu en það hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Ferðamenn staldri lengur við

Markmiðið með verkefninu er að fá þá ferðamenn sem til Hvammstanga koma til að staldra lengur við í sveitarfélaginu.

Sagt er frá þessu á vef Selasetursins og kemur þar fram að styrkurinn sé upp á sex milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið rúmar 13 milljónir.

Samstarfsaðilar Selaseturs í verkefninu eru fjölmargir: Sveitarfélagið Húnaþing vestra, Kaupfélag V-Hún., Ferðamálafélag V-Hún., Gauksmýri ehf., Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Bóka- og skjalasafn V-Hún., Grunnskóli Húnaþings vestra, Ferðamáladeld Háskólans á Hólum, Kidka, Selasigling og Veiðimálastofnun.

Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í lok nóvember og því ljúki um mitt ár 2015. Verkefnisstjóri er Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selasetursins.

Skylt efni: Selasetur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...