Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Selasetur fær 6 milljóna króna styrk
Fréttir 5. janúar 2015

Selasetur fær 6 milljóna króna styrk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra vegna verkefnisins Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.

Verkefnið nær til hugmynda og hönnunarvinnu á stækkun og endurbótum á sýningu Selasetursins og hugmynda og hönnunarvinnu á útisvæði við Selasetrið sem og á hafnarsvæðinu öllu en það hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Ferðamenn staldri lengur við

Markmiðið með verkefninu er að fá þá ferðamenn sem til Hvammstanga koma til að staldra lengur við í sveitarfélaginu.

Sagt er frá þessu á vef Selasetursins og kemur þar fram að styrkurinn sé upp á sex milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið rúmar 13 milljónir.

Samstarfsaðilar Selaseturs í verkefninu eru fjölmargir: Sveitarfélagið Húnaþing vestra, Kaupfélag V-Hún., Ferðamálafélag V-Hún., Gauksmýri ehf., Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Bóka- og skjalasafn V-Hún., Grunnskóli Húnaþings vestra, Ferðamáladeld Háskólans á Hólum, Kidka, Selasigling og Veiðimálastofnun.

Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í lok nóvember og því ljúki um mitt ár 2015. Verkefnisstjóri er Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selasetursins.

Skylt efni: Selasetur

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...