Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Selasetur fær 6 milljóna króna styrk
Fréttir 5. janúar 2015

Selasetur fær 6 milljóna króna styrk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Selasetur Íslands hlaut á dögunum styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra vegna verkefnisins Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.

Verkefnið nær til hugmynda og hönnunarvinnu á stækkun og endurbótum á sýningu Selasetursins og hugmynda og hönnunarvinnu á útisvæði við Selasetrið sem og á hafnarsvæðinu öllu en það hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Ferðamenn staldri lengur við

Markmiðið með verkefninu er að fá þá ferðamenn sem til Hvammstanga koma til að staldra lengur við í sveitarfélaginu.

Sagt er frá þessu á vef Selasetursins og kemur þar fram að styrkurinn sé upp á sex milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið rúmar 13 milljónir.

Samstarfsaðilar Selaseturs í verkefninu eru fjölmargir: Sveitarfélagið Húnaþing vestra, Kaupfélag V-Hún., Ferðamálafélag V-Hún., Gauksmýri ehf., Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Bóka- og skjalasafn V-Hún., Grunnskóli Húnaþings vestra, Ferðamáladeld Háskólans á Hólum, Kidka, Selasigling og Veiðimálastofnun.

Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í lok nóvember og því ljúki um mitt ár 2015. Verkefnisstjóri er Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selasetursins.

Skylt efni: Selasetur

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...