Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sefhæna
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Fréttir 20. mars 2024

Sefhæna

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sefhæna er fugl af relluætt líkt og keldusvín. Þær eru algengir varpfuglar víða í Evrópu en hafa ekki sest að hér á Íslandi. Engu að síður flækjast þær hingað endrum og sinnum. Sefhæna er yfirleitt frekar felugjarn fugl, ekki ósvipað og keldusvín. Sumar hafa þó gerst nokkuð félagslyndar við tjarnir og í almenningsgörðum þar sem þær halda til og verpa í Evrópu. Fuglinn á myndinni er annar af tveimur sem hafa haldið til á lítilli tjörn hjá Ása í Lambhaga en Lambhagi er landsþekkt fyrir framleiðslu á fyrsta flokks salati. Það er reyndar ekki salatið sem sefhænurnar sækjast í heldur er það hann Ási sem hefur mikið dálæti af fuglum og hefur litla tjörn við húsið sitt þar sem hann gefur öndum að borða sem hafa gerst heimakærar. Þarna fundu sefhænurnar tilvalið votlendi, tjörn, skurði og það sem meira er, húsráðanda sem þykir vænt um fuglana og gefur þeim að borða.

Skylt efni: fuglinn