Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samkomulag um gerð vegvísis um loftslagsvænni landbúnað
Fréttir 23. maí 2016

Samkomulag um gerð vegvísis um loftslagsvænni landbúnað

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Bændasamtök Íslands gera með sér samkomulag um að vinna að gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.
 
Samkomulagið var undirritað þann 19. apríl af Sindra Sigurgeirssyni, formanni  Bænda­samtaka Íslands, Sigrúnu Magnús­dóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra og Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þar segir:
 
„Í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru fjölbreytt verkefni sem miða að samdrætti á nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þeim er ætlað að setja aukinn kraft í aðgerðir sem eiga að leiða til minni losunar og aukinnar kolefnisbindingar, sem aftur á að auðvelda Íslandi að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum. Í sóknaráætlun er lögð áhersla á samstarf stjórnvalda og atvinnulífs, því raunverulegur árangur næst trauðla nema með samstilltum aðgerðum og breiðri þátttöku. Á meðal verkefna er vegvísir um minni losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.
 
Unninn verður vegvísir um minnkun losunar í landbúnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Vegvísirinn mun taka mið af sambærilegri vinnu í sjávarútvegi, greiningu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, vinnu í öðrum geirum og reynslu annarra þjóða. Vegvísirinn verður einnig í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2016 þar sem segir að gera þurfi útreikning á kolefnislosun landbúnaðar og áætlun um hvað þarf til þess að kolefnisjafna búskapinn. 
 
Skipuð verður verkefnisstjórn, sem mun hafa umsjón með gerð vegvísisins, en reiknað er með að hann verði að miklu leyti unninn af sérfræðingum um losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og leiðum til að draga úr henni. Verkefnisstjórn er skipuð tveimur fulltrúum Bændasamtaka Íslands, einum fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tveimur fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og aðstoðarmanni umhverfis- og auðlindaráðherra sem jafnframt er formaður verkefnisstjórnar. Aðilar að verkefnisstjórn bera kostnað af störfum sinna fulltrúa, en umverfis- og auðlindaráðuneytið greiðir annan kostnað vegna starfa verkefnisstjórnarinnar, með fyrirvara um nauðsynlegar fjárheimildir. 
 
Vinna verkefnisstjórnarinnar tekur mið af eftirfarandi atriðum:
 
  1. Verkefnisstjórn skal vinna eða láta vinna greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Verkefnisstjórnin skal skilgreina hversu ítarleg sú greining á að vera og hafa til hliðsjónar sambærilega greiningu sem unnin hefur verið í öðrum ríkjum s.s. í Noregi og Nýja Sjálandi. Greinargerð sem sýnir helstu losunarþætti landbúnaðar á Íslandi og lykiltölur um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda skal skilað fyrir 1. september 2016.
  2. Byggt á greiningu skv. 1. tl. skal verkefnisstjórn móta eða láta móta tillögur að vegvísi. Vegvísirinn skal innihalda tillögur að raunhæfum loftslagsvænum lausnum fyrir landbúnaðinn til að draga úr losun. Tillögum að leiðarvísi skal skilað fyrir 1. maí 2017. 
  3. Við greiningu skv. 1. tl. og tillögugerð skv. 2.tl. skal verkefnisstjórn tryggja að leitað sé samráðs við búgreinafélög, opinberar stofnanir og ráðuneyti sem hlut eiga að máli.
  4. Verkefnisstjórn skal leggja mat á, út frá greiningu og tillögugerð samkvæmt 1. og 2. tl., fýsileika þess að útbúa reiknivél þar sem bændur geta reiknað út losun frá sínu búi og áætlað með hvaða hætti þeir geta dregið úr losun.“
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...