Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sæmundur Sveinsson nýr rektor Lanbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 22. september 2017

Sæmundur Sveinsson nýr rektor Lanbúnaðarháskóla Íslands

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarráðherra, hefur skipað dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með 1. október næstkomandi – samkvæmt tillögu háskólaráðs. Hann tekur við af Birni Þorsteinssyni.

Í tilkynningu vef LbhÍ kemur fram að á árunum 2010 til 2014 hafi Sæmundur verið aðstoðarkennari við grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada.

Eftir að hann lauk doktorsnámi starfað Sæmundur sem sérfræðingur við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og vann meðal annars við byggrannsóknir í samnorrænu PPP (Public Private Partnership) verkefni, sem snýst um að bera saman norrænar kynbótalínur af byggi og kanna erfðafræðilegan fjölbreytileika þeirra - einkum með tilliti til eiginleika sem hafa áhrif á sjúkdómsþol og flýti.

Hann hefur einnig kennt í Háskóla Íslands, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Landbúnaðarháskólann og setið í erfðanefnd landbúnaðarins fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2015.

Sæmundur útskrifaðist með BS próf frá líffræðideild Háskóla Íslands í júní 2007. Hann lauk mastersprófi frá sömu deild sumarið 2009. Leiðbeinandi Sæmundar á mastersstigi var Dr. Kesara Anamthawat-Jónsson. Í mastersnámi kannaði Sæmundur skyldleika ýmissa meltegunda (Leymus) með frumuerfðafræðilegum aðferðum.

Hann varði doktorsritgerð sína frá grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada árið 2014, sem ber heitið „Investigations of plant genome evolution using massive parallel sequencing“ (Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni).

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...