Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sæmundur Sveinsson nýr rektor Lanbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 22. september 2017

Sæmundur Sveinsson nýr rektor Lanbúnaðarháskóla Íslands

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarráðherra, hefur skipað dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með 1. október næstkomandi – samkvæmt tillögu háskólaráðs. Hann tekur við af Birni Þorsteinssyni.

Í tilkynningu vef LbhÍ kemur fram að á árunum 2010 til 2014 hafi Sæmundur verið aðstoðarkennari við grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada.

Eftir að hann lauk doktorsnámi starfað Sæmundur sem sérfræðingur við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og vann meðal annars við byggrannsóknir í samnorrænu PPP (Public Private Partnership) verkefni, sem snýst um að bera saman norrænar kynbótalínur af byggi og kanna erfðafræðilegan fjölbreytileika þeirra - einkum með tilliti til eiginleika sem hafa áhrif á sjúkdómsþol og flýti.

Hann hefur einnig kennt í Háskóla Íslands, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Landbúnaðarháskólann og setið í erfðanefnd landbúnaðarins fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2015.

Sæmundur útskrifaðist með BS próf frá líffræðideild Háskóla Íslands í júní 2007. Hann lauk mastersprófi frá sömu deild sumarið 2009. Leiðbeinandi Sæmundar á mastersstigi var Dr. Kesara Anamthawat-Jónsson. Í mastersnámi kannaði Sæmundur skyldleika ýmissa meltegunda (Leymus) með frumuerfðafræðilegum aðferðum.

Hann varði doktorsritgerð sína frá grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada árið 2014, sem ber heitið „Investigations of plant genome evolution using massive parallel sequencing“ (Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni).

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...