Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reksturinn gengur betur en ég átti von á
Fréttir 26. janúar 2015

Reksturinn gengur betur en ég átti von á

Höfundur: MargerátÞóra Þórsdóttir

Frirtækið Kanína ehf. hefur verið að byggjast upp í Húnaþingi vestra undanfarin misseri og segir Birgit Kositzke, eigandi þess og frumkvöðull, að staðan sé góð um þessar mundir, „það gengur bara vel og í rauninni betur en ég átti von á“. 

Eskja í Reykjavík hefur umboð fyrir kanínukjötið og bendir Birgit þeim sem áhuga hafa á að verða sér úti um ferskt kanínukjöt að hafa samband við fyrirtækið.

Birgit segit að stefnt sé að því að slátra að jafnaði einu sini í mánuði framvegis og muni það magn sem fer á markað aukast smátt og smátt.  Gerir hún ráð fyrir að verð á íslensku kanínukjöti verði svipað og á nautalund.

Öflugur hópur undaneldis- og ræktunardýra

Hópur undaneldiskvendýra hefur nú náð hámarki, sá hópur er nú allur kominn í búr og got eru reglubundin, en Birgit segir stefnt að því að  „reynslumiklar“ undaneldiskanínur muni gjóta fjórum sinnum á ári, en ungdýr eitthvað sjaldnar. Félagið hefur nú alls sjö ræktunarkarldýr, þeir heita Kólur, Magnús, Lucky Luke, Robert, Frosti, Nikolás og nýja stjarnan í hópnum er Leonardo en að auki er eitt ungdýr að bætast í þann hóp, Lolli, sem brátt fær aukin tækifæri til að standa í stykkinu.
„Ég hafði smá áhyggjur af því hvernig kanínunum myndi reiða af í vetur, en sá ótti reyndist ástæðulaus, það hefur gengið mjög vel að fjölga kanínum í hópnum þrátt fyrir vetrarkulda og myrkur og nú eru hér hjá mér kanínur á ýmsum aldursstigum um allt hús og von á enn fleirum í næstu viku þegar fleiri kanínur gjóta,“ segir hún. 

Skoða möguleika á að nýta aukaafurðir

Auk þess sem félagið býður kanínukjöt til manneldis verða möguleikar á að nýta aukaafurðir einnig skoðaðir og nýttir eftir því sem tækifæri eru á.  Það á til dæmis við um skinn, en tilraunir með að súta skinn hjá fyrirtækinu Loðskinni á Sauðárkróki lofa að hennar sögn góðu.
Birgit segist bjartsýn á framhaldið, út sé kominn bæklingur með uppskriftum og leiðbeiningum um hvernig best sé að meðhöndla og elda kanínukjöt og séu viðtökur góðar. Þá sé fyrirhugað að opna nýtt veitingahús á Hvammstanga með vorinu, líklega í mars og uppi séu hugmyndir um að efna þar til sérstakrar kanínuveislu. „Það er margt spennandi í gangi og ég er bjartsýn,“ segir Birgit. 

Skylt efni: Kanínur

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.