Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rangur ljósabúnaður á nýjum bílum
Fréttir 22. apríl 2016

Rangur ljósabúnaður á nýjum bílum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Margir nýir bílar eru með ljósabúnað sem er samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum þannig að þeir ættu ekki að fá skoðun. Ekki bara mér heldur mörgum öðrum er ómögulegt að skilja af hverju bílar fá skoðun án þess að vera með réttan ljósabúnað. 
 
Í íslenskum lögum á að vera með ljós allan sólahringinn allt árið um kring og fyrir nokkrum árum fékkst ekki fullnaðarskoðun nema að bílar væru útbúnir dagljósabúnaði. Í spjalli við flutningabílstjóra sem keyrði norður í land fyrir nokkru sagði hann við mig að það hefði komið fyrir sig oftar en einu sinni í vetur þegar veðuraðstæður voru þannig á heiðum að það var lágskafrenningur sem náði í um eins metra hæð og ljóslausir smábílar að aftan sem voru fyrir framan hann hefðu verið í hættu. Þessir bílar keyrðu hægar en umferðin var í skafrenningnum og sáust mjög seint þarna í skafrenningnum. Í flestum tilfellum voru þetta nýlegir bílar og ef hann benti ökumönnum bílanna á hættuna sem þeir skapa með ljósleysinu sögðust flestir ekki hafa vitað af því að þeir væru ljóslausir að aftan.
 
Mismundandi afsakanir
 
Fyrir nokkru var frétt á einum netmiðli sem var nokkurn veginn orðrétt svona:
„Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu ökumann sem var að flytja möl eftir hringveginum á dráttarvél og vagni. Við skoðun reyndust hvorki vél né vagn á nokkurn hátt hæf til aksturs eða flutninga. Dráttarvélin reyndist ótryggð og stýris- og ljósabúnaður hennar í ólagi. Vagninn var ofhlaðinn, óskráður og hjólbarðar of slitnir, einn alveg inn í striga“. 
 
Svona hegðun er engum boðleg og eflaust hefur verið erfitt fyrir ökumann dráttarvélarinnar að afsaka allan þann fjölda af aðfinnslum lögreglunnar. Þegar maður keyrir ökutæki á maður að vita hvort það sé með ljós að aftan eða ekki og ef maður er í vafa er ekkert annað en að setja ökutækið í gang og gá sjálfur, annað er ábyrgðarleysi.
 
Óþarfa sektir fyrir trassaskap er eitthvað til að skammast sín fyrir
 
Perur á að fara yfir reglulega á ökutækjum sem eru í umferð. Það er ekki bara fyrir mann sjálfan að ljósin þurfa að vera í lagi heldur líka aðra í umferðinni. Að vera sjáanlegur í umferðinni getur skipt á milli lífs og dauða. Í sumum lögregluumdæmum eru lögreglumenn duglegri að stöðva fyrir brot á umferðarreglum og fyrir nokkru var vinur minn sektaður fyrir að vera ljóslaus að aftan á bílnum sínum. Þegar ég spurði hann hvort það væri lögreglunni að kenna vildi hann meina það, en eftir smá spjall náði ég honum inn á það að sökin væri hans fyrir að hafa ekki skoðað hvort hann væri löglegur í umferðinni og lokasetning félagans var „ég verð víst að taka á mig sökina og skammast mín“.
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...