Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi í Hörpu.
Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi í Hörpu.
Fréttir 19. maí 2016

Ráðstefnan Matur er mikils virði haldin í dag

Samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland efnir til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. maí þar sem rýnt verður í framtíð markaðssetningar og sölu á mat. Yfirskriftin er „Matur er mikils virði“ en einkum verður sjónum beint að framtíðinni og leiðum til að auka verðmæti þeirra matarauðlinda sem við Íslendingar búum yfir.
 
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Birthe Linddal, danskur sérfræðingur í framtíðarfræðum. Hún heldur erindi um strauma og stefnur í matargeiranum og fjallar um það hvernig matvælaframleiðendur geta mætt áskorunum og nýtt tækifæri sem þeim fylgja.
 
Til að ræða um framtíðina og nýjar leiðir við sölu og markaðssetningu á mat verða fleiri fyrirlesarar í Hörpu þennan dag. 
 
Athyglisverð erindi verða haldin um leiðir til að auka virði afurða, stefnu íslenskra fyrirtækja og sagðar reynslusögur af nýstárlegum aðferðum til að ná til neytenda. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti en ráðstefnustjóri verður Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Ráðstefnan hefst með staðgóðri hádegishressingu kl. 12.00 í umsjá matreiðslumeistaranna Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík. 
 
Matvælalandið Ísland er samstarfsvettvangur Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja innan viðkomandi samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á einnig fulltrúa.
 
Enginn aðgangseyrir er á ráðstefnuna en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á www.si.is.
 
Dagskráin í Silfurbergi í dag:
 
Kl. 12.00 Hádegishressing í boði matvælaframleiðenda
Kl. 12.30  Setning. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 
Food trends towards 2025 - from food trends to successful innovation
- Birthe Linddal, framtíðarfrömuður
 
Markaðssetning matvæla – hvert stefna íslensk fyrirtæki? 
- Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu
 
Leyndarmál íslenska þorsksins
– Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney Þinganes
 
Meira fé fyrir sauðfjárafurðir
- Svavar Halldórsson, frkv.stj. Landssamtaka sauðfjárbænda
 
Reynslusögur úr ýmsum áttum
 
Veitingastaðurinn Matur og drykkur
– Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari
 
Bjórskóli Ölgerðarinnar 
– Jarþrúður Ásmundsdóttir, Gestastofu Ölgerðarinnar
 
Blámar – hafsjór af hollustu 
– Valdís Fjölnisdóttir og Pálmi Jónsson, eigendur Blámar
 
Eldum rétt 
– Kristófer Júlíus Leifsson, stofnandi Eldum rétt
 
Vakandi – aðgerðir gegn matarsóun 
– Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...