Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda verður haldin föstudaginn 10. apríl næstkomandi í Gunnarsholti, í húsnæði Landgræðslu ríkisins. Kynntar verða niðurstöður úr samantekt á umfangi tjóns í löndum bænda á síðasta ári.

Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands.

Dagskrá ráðstefnunnar

11:00 Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, býður gesti velkomna.

11:05 - 11:35 Framkvæmd og niðurstöður tilkynninga bænda á tjóni af völdum álfta og gæsa. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá Umverfisstofnun, og Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökum Íslands.

11:35 - 11:50 Birkir Arnar Tómasson, bóndi í Móeiðarhvoli, fjallar um tjón sem hann hefur orðið fyrir af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi sínu.

11:50 - 12:10 Uppskerutap bænda vegna ágangs gæsa í ræktarlönd. Niðurstöður tilraunar. Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suð-Austurlands.  

12:10 - 13:00 Hádegishlé. Súpa og brauð.

13:00 - 13:40 Styrkir til bænda vegna tjóns af völdum gæsa í Noregi. Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for kulturminneforskning (NIKU)

13:40 - 14:00 Ágangur álfta og gæsa í kornakra á Suðurlandi í ljósi könnunar 2014 og dreifingar fuglanna að hausti. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

14:00 - 14:15 Afstaða bænda til málsins. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

14:15 - 15:00 Pallborðsumræður.

15:00 Ráðstefnuslit og kaffi.

Ráðstefnan er öllum opin. Bændur eru hvattir til að fjölmenna.

Ráðstefnustjóri: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í umhverfisráðuneytinu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f