Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu
Fréttir 13. mars 2014

Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu

Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytið og Matvælalandið Ísland boða til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars kl. 12-16:30 undir yfirskriftinni „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun matarferðamennsku hér heima og erlendis og tækifærin sem hún felur í sér. Til þess að ræða þessi mál mun Ami Hovstadius frá VisitSweden fjalla um reynslu Svía af markaðssetningu Svíþjóðar sem matvælalands. Þeir telja að sú stefna hafi skilað ótvíræðum árangri, m.a. því að erlendir ferðamenn sýna sænskum mat meiri áhuga en áður og að útflutningur matvæla hafi aukist marktækt.

Laufey Haraldsdóttir,  lektor í Háskólanum á Hólum, greinir frá þróun matarferðaþjónustu á Íslandi og þá mun Mário Frade, vörumerkjastjóri, Nóa Síríusi, lýsa því hvernig fyrirtækið hefur þróað markaðsáætlanir með það að markmiði að höfða til ferðamanna. Í öðrum hluta ráðstefnunnar verður fjallað um viðbrögð Íslendinga við auknum fjölda ferðamanna, framboð af íslensku hráefni og veitingaþjónustu og hvernig menningar- og matartengd ferðaþjónusta hefur þróast á síðustu árum. Á eftir erindum verða pallborðsumræður. Skráning er á si.is

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...