Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu
Fréttir 13. mars 2014

Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu

Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytið og Matvælalandið Ísland boða til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars kl. 12-16:30 undir yfirskriftinni „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun matarferðamennsku hér heima og erlendis og tækifærin sem hún felur í sér. Til þess að ræða þessi mál mun Ami Hovstadius frá VisitSweden fjalla um reynslu Svía af markaðssetningu Svíþjóðar sem matvælalands. Þeir telja að sú stefna hafi skilað ótvíræðum árangri, m.a. því að erlendir ferðamenn sýna sænskum mat meiri áhuga en áður og að útflutningur matvæla hafi aukist marktækt.

Laufey Haraldsdóttir,  lektor í Háskólanum á Hólum, greinir frá þróun matarferðaþjónustu á Íslandi og þá mun Mário Frade, vörumerkjastjóri, Nóa Síríusi, lýsa því hvernig fyrirtækið hefur þróað markaðsáætlanir með það að markmiði að höfða til ferðamanna. Í öðrum hluta ráðstefnunnar verður fjallað um viðbrögð Íslendinga við auknum fjölda ferðamanna, framboð af íslensku hráefni og veitingaþjónustu og hvernig menningar- og matartengd ferðaþjónusta hefur þróast á síðustu árum. Á eftir erindum verða pallborðsumræður. Skráning er á si.is

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...