Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðherra skipar nýja verðlagsnefnd búvöru
Mynd / MS
Fréttir 3. október 2017

Ráðherra skipar nýja verðlagsnefnd búvöru

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Landbúnaðarráðherra hefur skipað nýja fulltrúa í verðlagsnefnd búvöru. Öllum fulltrúum stjórnvalda er skipt út úr nefndinni. Athygli vekur að formaður nefndarinnar er hagfræðingur Viðskiptaráðs og einn nefndarmanna er prófessor við HÍ sem hefur gagnrýnt landbúnaðinn harðlega í ræðu og riti síðustu ár.

Verðlagsnefnd búvöru ákveður samkvæmt lögum lágmarksverð til bænda fyrir mjólk innan greiðslumarks og einnig heildsöluverð helstu mjólkurvara.

Nýr formaður verðlagsnefndar er Kristrún M. Frostadóttir sem er fulltrúi landbúnaðarráðherra. Hún er að aðalstarfi hagfræðingur Viðskiptaráðs en starfaði áður hjá bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Þórólfur G. Matthíasson, hagfræðiprófessor við HÍ, og Dóra Sif Tynes lögfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar eru skipuð í nefndina sem fulltrúar Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands í nefndinni eru tveir, þeir Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ og Arnar Árnason formaður Landssambands kúabænda.

Jóhanna Hreinsdóttir, bóndi í Káraneskoti og Rögnvaldur Ólafsson, bóndi í Flugumýrarhvammi, eru fulltrúar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þá tilnefndi landbúnaðarráðherra Októ Einarsson, stjórnarformann Ölgerðarinnar, sem áheyrnarfulltrúa. Það er þá í krafti þess að Ölgerðin á núna Kú og hann er skipaður fyrir hönd minni mjólkurvinnslufyrirtækja.

Er tilgangurinn að efna til ófriðar við bændur?

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir þessa ráðstöfun vekja furðu. „Lögmæti ákvörðunarinnar er ekki dregið í efa, en það er í meira lagi sérkennilegt að ráðherra taki þessa ákvörðun. Öllum fulltrúum stjórnvalda er skipt út af ráðherrum sem sitja í starfsstjórn fyrir fulltrúa sem augljóslega er ætla að vinna að framgangi ákveðinnar pólitískrar stefnu sem er ekki í samræmi við gildandi landbúnaðarstefnu í landinu. Ég spyr mig hvort að hér sé einfaldlega tilgangurinn að efna til ófriðar við bændur. Ég þekki ekki til starfa nýs formanns nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur ekki stutt innlendan landbúnað hingað til. Jafnframt þekki ég ekki til starfa annars fulltrúa félagsmálaráðherra, en hinn fulltrúann þarf ekki að kynna. Bændur hafa átt í langvarandi deilum við hann um árabil og gert margvíslegar efnisathugasemdir við hvernig hann fjallar um landbúnaðinn en fengið fá eða engin efnisleg svör. Hann hefur einfaldlega ekki traust bænda og ég sé það ekki breytast.“
 

LK mun skoða sína stöðu í nefndinni

Arnar Árnason, formaður LK, er ómyrkur í máli um skipan nefndarinnar og segir að kúabændur muni í framhaldinu íhuga sína stöðu. „Það er augljóst að þingflokkur Viðreisnar er í heilögu stríði við bændur án þess að skilja almennilega hvernig íslenska landbúnaðarkerfið virkar. Skipan Þórólfs Matthíassonar í nefndina er greinilega gerð til þess að valda úlfúð og ringulreið í kringum starf hennar. Ráðherra var fullljóst hvert þetta myndi leiða. Það eru að mínu mati engar líkur á að neitt gagnlegt komi út úr nefndinni. Við hjá Landssambandi kúabænda munum í kjölfarið skoða okkar stöðu. Það er ekkert ólíklegt að við drögum okkur út úr nefndinni en það er of snemmt að segja um það á þessu stigi,“ segir Arnar.

Verðlagsnefnd búvara er skipuð sjö einstaklingum og skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formaður nefndarinnar.

Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Samkvæmt lögum féll það því í hlut velferðarráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa.  

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Farsæll áhugaræktandi
15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Stjörnuspá vikunnar
15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar