Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Prjónaði peysur á öll nýfædd börn í Reykhólahrepp
Fréttir 8. maí 2014

Prjónaði peysur á öll nýfædd börn í Reykhólahrepp

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Síðasta hálft annað árið hefur Andrea Björnsdóttir á Skálanesi, oddviti Reykhólahrepps, prjónað peysur á alla nýbura í sveitarfélagi sínu. Núna eru peysurnar orðnar ellefu og jafnmörg sokkapör að auki. Það er ekki lítið í sveitarfélagi þar sem íbúarnir eru rétt um 270 segir í frétt á vef Reykhólahrepps.
 
Um daginn komu nær allar mæðurnar og börnin saman til myndatöku ásamt Andreu, fyrir utan að ein fjölskyldan er flutt úr hreppnum. „Öll hin tíu mættu, flest hress en sum pínu veik og önnur nýfædd,“ segir Andrea í spjalli við vefinn.
 
Fylgst hefur verið með framvindu þessa skemmtilega máls á Reykhólavefnum og ásamt myndum greint frá a.m.k. flestum nýju börnunum í Reykhólahreppi ef ekki öllum, eftir því sem fæðingunum hefur undið fram.
Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...