Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ótti við fuglaflensu eykst
Fréttir 25. október 2013

Ótti við fuglaflensu eykst

Ótti við fuglainflúensu hefur aukist á ný eftir að tveir menn létu lífið í Hong Kong í desember. Dauðsföllin eru rakin til nýs afbrigðis af fuglaflensu, en báðir mennirnir voru nýkomnir úr ferð til meginlands Kína. Tveir menn létust úr fuglainflúensu í Kína í fyrra.

Fréttir bárust svo á miðvikudag í síðustu viku um þriðja dauðsfallið. Þar var um að ræða 75 ára karlmann sem nýkominn var úr ferð til til borgarinnar Shenzhen.
Á mánudag í síðustu viku töldu menn sig hafa fundið H7N9 veiru í alífuglum sem komnir voru frá Kína á Cheung Sha Wan markaðnum, að því er greint var frá í South China Morning Post. Ekki mun þó vera hægt að sannreyna að um þessa veiru sé að ræða fyrr en eftir ræktun í 21 dag.

Yfirvöld í Hong Kong vildu þó ekki taka neina áhættu og létu samstundis farga 290.000 kjúklingum. Leung Chun-ying borgarstjóri í Hong Kong benti á hættuna af útbreiðslu veirunnar þar sem hefð væri fyrir því að kaupa lifandi kjúklinga á markaðnum svo fólk gæti slátrað honum heima til að fá kjötið sem ferskast. Mikil neysla er alla jafna á þessum tíma en nýtt ár gekk í garð samkvæmt kínversku almanaki á föstudag í síðustu viku.

Kaupmenn á markaðnum voru þó allt annað en hrifnir af förgun þessara kjúklinga. Einn þeirra sagði að bíða hefði átt eftir rannsóknarniðurstöðum. Hann reiknaði með að tapa um fimm milljónum Hong Kong dollara vegna þessarar ákvörðunar yfirvalda.

Í kjölfar nýjasta andlátsins var Cheung Sha Wan heildsölu­markaðnum lokað í 21 dag eða þar til staðfesting fæst á því hvort um H7N9 veiruna sé að ræða.

Fram til þessa hefur verið staðfesta að 110 manns í Kína hafi smitast af H7N9 veirunni og þar af hafi 22 látist samkvæmt fréttastofu AFP. Yfirvöld í Hong Kong segja hins vegar að tilfellin séu fleiri, eða 254 frá því í febrúar 2013. Hefur það vakið ótta um að veiran kunni að stökkbreytast, þannig að hún smitist auðveldlega milli manna.

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...