Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2017

Óþvegið innflutt salat olli veikindum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var sagt frá veikindum starfsmanna í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, í Háaleitisskóla og í Hörðuvallaskóla. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi tilkynningu frá sér í morgun þar sem rannsóknir benda til að hugsanlegur sýkingarvaldur sé baktería sem hafi borist hingað með salati frá Ítalíu. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar heilbrigðiseftirlitsins leiddu í ljós að sterk tengsl voru milli neyslu á óþvegnu salati og veikinda starfsmanna í Háaleitisskóla - Hvassaleiti.
 
Rannsóknir á salatinu hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila, sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og hér um ræðir. Bakterían finnst víða í umhverfinu, sérstaklega í menguðu vatni og því er mikilvægt að skola allar matjurtir fyrir neyslu.

Óþvegið salat frá Ítalíu
Samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins er um að ræða innflutt blaðsalat frá Ítalíu. Á umbúðum salatsins kemur fram að það sé óþvegið. Heimilt er að dreifa slíku salati en nauðsynlegt er að það sé þvegið og skolað vel fyrir notkun. Salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn eftirlitsins.
 
Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa ekki komið upp veikindi á öðrum stöðum en í ofangreindum skólum. Líklegar skýringar á því geta verið að smit sé misdreift í salatinu sem og mismunandi meðferð salatsins hvað varðar skolun.
 
Í tilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er mikilvægi þess að skola allar matjurtir vel fyrir neyslu áréttað.
 
Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.