Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2017

Óþvegið innflutt salat olli veikindum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var sagt frá veikindum starfsmanna í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, í Háaleitisskóla og í Hörðuvallaskóla. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi tilkynningu frá sér í morgun þar sem rannsóknir benda til að hugsanlegur sýkingarvaldur sé baktería sem hafi borist hingað með salati frá Ítalíu. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar heilbrigðiseftirlitsins leiddu í ljós að sterk tengsl voru milli neyslu á óþvegnu salati og veikinda starfsmanna í Háaleitisskóla - Hvassaleiti.
 
Rannsóknir á salatinu hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila, sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og hér um ræðir. Bakterían finnst víða í umhverfinu, sérstaklega í menguðu vatni og því er mikilvægt að skola allar matjurtir fyrir neyslu.

Óþvegið salat frá Ítalíu
Samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins er um að ræða innflutt blaðsalat frá Ítalíu. Á umbúðum salatsins kemur fram að það sé óþvegið. Heimilt er að dreifa slíku salati en nauðsynlegt er að það sé þvegið og skolað vel fyrir notkun. Salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn eftirlitsins.
 
Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa ekki komið upp veikindi á öðrum stöðum en í ofangreindum skólum. Líklegar skýringar á því geta verið að smit sé misdreift í salatinu sem og mismunandi meðferð salatsins hvað varðar skolun.
 
Í tilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er mikilvægi þess að skola allar matjurtir vel fyrir neyslu áréttað.
 
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...